Fjórum gíslum bjargað frá Gaza

frettinInnlentLeave a Comment

Ísraelskar hersveitir björguðu fjórum gíslum lifandi frá tveimur stöðum í miðhluta Gaza svæðisins í morgun, átta mánuðum eftir að þeim var rænt af vígamönnum Hamas í banvænri innrás í Ísrael.

Gíslarnir fjórir, þrír karlmenn og ein kona, sem rænt var af Nova tónlistarhátíðinni í suðurhluta Ísraels 7. október á síðasta ári, voru fluttir á sjúkrahús til læknisskoðunar, að sögn hersins, og voru við ágætis heilsu.

Hin 25 ára Noa Argamani átti hjartnæma endurfundi með föður sínum en myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í kjölfar árásar Hamasliða af henni í haldi þeirra.

Eftir átta mánaða hrikalegt stríð á Gaza vegna árásar Hamas 7. október eru um 130 enn í haldi Hamas af þeim 250 gíslum sem vígamennirnir rændu, a.m.k.  fjórðungur þeirra er talinn af.

Reuters greinir frá.

Skildu eftir skilaboð