Macgregor: Fellur Úkraína, þá falla „stóru lygar“ glóbalismans

Gústaf SkúlasonErlent, Úkraínustríðið1 Comment

Í stað friðarviðræðna halda vestrænir stjórnmálamenn áfram Úkraínustríðinu sem byggir á „þeirri stóru lygi“ að innrás Rússa hafi verið skyndileg og án nokkurs aðdraganda. Vesturveldin auka nú stríðsátökin í stað þess að játa sig sigruð. Að viðurkenna tap myndi þýða, að „stóru lygar“ Vesturlanda hryndu ásamt stjórnmálamönnum þeirra. Þetta segir Douglas Macgregor í Judging Freedom (sjá myndskeið að neðan).

Hvað kemur til, að Vesturlönd leyfa Úkraínu að ráðast á rússneskt landsvæði? Það er ekkert annað en mjög alvarleg stigmögnun stríðsins að mati margra álitsgjafa.  Samkvæmt Douglas Macgregor er þetta örvæntingarfull tilraun til að viðhalda heimsyfirráðunum. Hann segir:

„Við erum að fást við stjórnmálamenn, bæði í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum, sem tilheyra stærri stétt glóbalista sem eru að sjá vald sitt hverfa. Ég efast stórlega um að margar ríkisstjórnir í Evrópu muni endast miklu lengur vegna þess gífurlega tjóns sem þær hafa valdið eigin þjóðum.“

Að sögn Macgregor gætu Rússar brugðist við með því að slá til baka meðal annars á flugvelli í Finnlandi og Svíþjóð og alla leið til Rúmeníu. Vesturlönd eru að reyna að „bjarga úkraínsku brúðustjórninni“ sem er núna í rauninni búin að vera, segir hann:

„Munið að bæði Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafa verið matreiddir með lygum um uppruna þessara átaka. Þegar þú lest vestrænum blöð eða fjölmiðla, þá eru þeir enn að endurtaka þá stóru lygi, að innrás Rússa eða íhlutun í Austur-Úkraínu hafi verið án aðdraganda. Ekkert er fjær sannleikanum.“

Macgregor heldur áfram:

„Við gerðum allt sem við gátum til að fá Rússana til að ráðast á (Úkraínu) og þeir fóru inn að lokum, vegna þess að þeir voru hræddir um að ef þeir gerðu það ekki, þá stæðu þeir frammi fyrir mjög alvarlegri ógn frá okkur í austurhluta Úkraínu. Núna eru komnar fram allar sannanir í heiminum fyrir því, að þeir höfðu fullkomlega rétt fyrir sér varðandi allt frá lífrannsóknarstofum til eldflauganna, til eflingar úkraínska hersins í árásarher sem hannaður er í einum tilgangi: að ráðast á og drepa Rússa.“

„Úkraínustríðið er orðið að risastóru skipbroti fyrir Vesturlönd, en það er ekki viðurkennt, því þá hrynja stóru lygarnar eins og spilaborg. Vestrænir stjórnmálamenn lifa ekki af slíkt skipbrot. Þeir falla með lygum sínum.“

Hlusta má á viðtalið við Douglas Macgregor hér að neðan:

 

One Comment on “Macgregor: Fellur Úkraína, þá falla „stóru lygar“ glóbalismans”

  1. Lygin er að falla um sjálfa sig, proxy-stríðið er að tapast, það geta Vesturlöndin ekki umborið, þess vegna eru þeir tilbúnir að stigmagna átökin, sem enda væntanlega með hörmungum. Og fáfróður almenningur á Vesturlöndum vaknar upp við slæma martröð.

Skildu eftir skilaboð