Ráðist á Nigel Farage – vinstra liðið þolir ekki manninn

Gústaf SkúlasonErlentLeave a Comment

Hinn hreinskilni breski stjórnmálamaður Nigel Farage er þyrnir í augum elítunnar. Vinstri öfgakona réðst á hann með mjólkurhristing í þeirri von að hræða hann og eða niðurlægja. Viðbrögð Farage reita hins vegar andstæðingana.

Nigel Farage hefur nýlega tekið við forystu breska Umbótaflokksins og hann sækist eftir kjöri til þingsins í kosningunum 4. júlí. Á þriðjudaginn, þegar hann hóf kosningabaráttuna, varð hann fyrir árás vinstri öfgakonu í bænum Clacton, þar sem hann býður sig fram. Vinstrikonan, hin 25 ára Victoria Thomas Bowen, gusaði mjólkurhristingi yfir Farage. Trúlega var það bananamjólkurhristingur frá McDonalds.

Bowen hefur verið ákærð fyrir árásina og mun mæta fyrir rétt þann 2. júlí, segir í frétt Sky News. Óljóst er hvaða refsingu hún á yfir höfði sér en árið 2019 þurfti Paul Crowther að greiða 350 pund fyrir að láta þurrhreinsa föt Nigel Farage.

Hlær að árásinni

Farage hefur hins vegar ekki látið árásina aftra sér. Þess í stað hefur hann snúið dæminu við og notar það sér til framdráttar. Á myndbandi sem hann birti á X hefur hann keypt svipaðan mjólkurhristing og skálar með áhorfendum:

„Mjólkurhristingurinn minn dregur alla á kosningafundina.“

„Hættið með mjólkurhristinginn“

Sú leið Farage að snúa árásinni sér í hag og hlæja að vinstrimönnum er þeim ekki að skapi. Diane Abbott, fyrrverandi vinstri þingkona, sem fæddist á Jamaíka, hvetur vinstri menn til að henda ekki mjólkurhristingi í Farage, þar sem hann „nærist á athyglinni.“ Hversu margir vinstrimenn hlusti á eftir að koma í ljós.

 

Skildu eftir skilaboð