Vindorkan rekin með bullandi tapi – skattgreiðendur látnir taka höggið

Gústaf SkúlasonErlent, Orkumál1 Comment

Allir milljarðar sem Evrópski fjárfestingarbankinn, EIB tryggði í lán til kínverskrar vindorku í Svíþjóð enda að lokum á borði skattgreiðenda eftir taprekstur vindorkuveranna. Einnig tapa fyrirtæki í Lúxemborg sem hafa fjárfest í sænskri vindorku og skattgreiðendur þurfa að borga reikninginn.

Aðgangshörð stækkun vindorku í Svíþjóð hefur hingað til verið taprekstur fyrir fjárfesta. Margir spyrja sig, hvers vegna verið sé að dæla svo stórum fjárhæðum í allan tapreksturinn og óttast, að á endanum verði það skattgreiðendur sem þurfi að borga fyrir allt tapið.

Kínversk fjárfesting vekur athygli

Vindorkusamningar Kína í Svíþjóð hafa fengið verulega athygli. Meðal annars hefur verið spurt, hvers vegna Svíþjóð hleypti hinu svartlistaða kínverska ríkisfyrirtæki CGN inn á sænska markaðinn. Samstarfinu var hætt við fyrirtækið ár 2022 eftir mikla gagnrýni.

Rúmlega tveir milljarðar sænskra króna af fjármunum fyrirtækisins eru í vindorkuframtakinu Markbygden. Fjárfestingin var tryggð af Evrópska fjárfestingarbankanum EIB og það lítur út fyrir, að skattgreiðendur þurfi að borga fyrir reikninginn.

Lúxemborg fjárfestingar enn stærri

Lúxemborg er ekki eins pólitískt umdeilt land og Kína og þess vegna hefur mikið tap fjárfesta þaðan í sænskri vindorku ekki fengið sömu athygli fjölmiðla. Sænska Viðskiptablaðið hefur hins vegar skoðað tölurnar.

Yfir 20% af vindorkunni í Svíþjóð eða 667 vindmyllur eru í eigu athafnamanna í Lúxemborg. Kína á 13% sænskrar vindorku. Fjárfestar í Lúxemborg hafa á fimm ára tímabili fjárfest hátt í 40 milljarða sænskra króna í vindorkuframkvæmdum í Svíþjóð. Allar þær fjárfestingar eiga það sameiginlegt að komast aldrei frá rauðum tölum yfir í grænar. Tapið er allt að fjórum milljörðum sænskra króna.

Eignaskipting vindorkuvera í Svíþjóð. Heimild sænska Viðskiptablaðið.

Skattgreiðendur geta fengið reikning upp á marga milljarða

Tap fjárfestanna eru ekki undantekning heldur reglan. Sjö af hverjum tíu vindmyllum í Svíþjóð eru í eigu fyrirtækja sem eru ekki fjárhagslega haldbær. Á árunum 2017 – 2022 tapaði vindorkuiðnaðurinn í heild 13-14 milljörðum sænskra króna.

Í ljósi þess að fjárfestingarnar voru á bilinu 34-35 milljarðar sænskra króna er um að ræða næstum 40 prósenta hlutfall. Spurningarnar sem vakna eru hvers vegna farið er í svo miklar fjárfestingar í slíkum tapiðnaði og hverjir þurfa að greiða reikninginn.

Af vindorkuverum í Svíþjóð í eigu fjárfesta frá Lúxemborg eru það Havsnäs, Hästkullen, Överturingen Wind Park og Maevaara sem mest blæðir fé. Hingað til hafa hluthafar staðið undir tapinu en þolinmæði þeirra er á þrotum.

Ef fyrirtækin fara í greiðslustöðvun og verða gjaldþrota, þá mun tapið að öllum líkindum lenda á skattgreiðendum þar ríkisábyrgð hefur verið veitt á fjárfestingunum í flestum tilvikum.

Fyrirkomulag til að komast hjá því að greiða skatt

Viðsiptablaðið bendir einnig á, að allt kerfið feli í sér vaxtalykkju þar sem háir vextir eru greiddir til eigendanna í Lúxemborg sem þýðir að Svíþjóð er einnig svipt tugum milljóna í skatttekjur. Spurt er, hvers vegna fjárfestar í paradís skattsvika hafi fengið svo frjálsar hendur að komast inn í sænsku vindorkuna.

Einnig er spurt um eignarhlutfall erlendra aðila út frá þjóðarhagsmunum Svíþjóðar. 80% vindorkunnar er í eigu erlendra fyrirtækja. Hvað gerist ef fyrirtækin fara á hausinn og mikilvægar ákvarðanir eru teknar fjarri Svíþjóð?

One Comment on “Vindorkan rekin með bullandi tapi – skattgreiðendur látnir taka höggið”

  1. Græn orka = tapaðir fjármunir = skattur á almenning = fátækt

Skildu eftir skilaboð