Einungis Svíþjóðardemókratar leggjast gegn meiri valdaflutningi til ESB

Gústaf SkúlasonErlent, EvrópusambandiðLeave a Comment

Gengið er til þingkosninga ESB-þingsins í dag í mörgum löndum. Í Svíþjóð hefur verið gerð samantekt á því, hvernig sænsku þingflokkarnir hafa kosið í málum varðandi flutning á fullveldi Svíþjóðar til ESB í Brussel. Kom í ljós að sjö af átta flokkum greiða yfirleitt sjálfkrafa atkvæði með slíku valdaframsali. Einungis Svíþjóðardemókratar ganga einna helst gegn slíkum tillögum.

Á síðasta fimm ára kjörtímabili hafa sænskir ESB-þingmenn greitt atkvæði um meira en 300 ný „alríkislög.“ Þau lög eru síðan færð inn í lagabálk allra aðildarríkja óháð vilja íbúanna.

Fimm sænsku flokkanna – Sósíaldemókratar, Móderatar, Miðflokkurinn, Kristdemókratar og Frjálslyndir – sem tilheyra breiðu miðjubandalagi kristinna lýðræðislegra og íhaldssamra, jafnaðarmanna og frjálslyndra flokka á ESB-þinginu, greiða atkvæði með nýjum ESB-lögum í meira en 19 af hverjum 20 atkvæðagreiðslum.

Umhverfisflokkurinn, sem tilheyrir Græningjahópnum á ESB-þinginu og breiðfylkingin er oft í samstarfi við, hefur greitt atkvæði með 85% allra nýrrar ESB-löggjafar. Vinstriflokkurinn hefur samþykkt tæplega tvo þriðju hluta nýrrar ESB-löggjafar. Svíþjóðardemókratar segjast hafa stutt ný lög ESB í minna en helmingi tilvika. Flokkurinn er líka sá sem greiddi atkvæði gegn flestum nýjum ESB-lögum og sat oftast hjá.

Frá Svíþjóð hefur því nánast engin mótstaða verið hjá þingmönnum fyrra tímabils við auknum völdum til „alríkisins.“

Sjá nánar hér

Skildu eftir skilaboð