Neyðarsjóðir og kampavín

frettinGeir Ágústsson, Innlent, Stjórnmál1 Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Mikil óvissa ríkir um byggð í Grindavík og sú óvissa er ekki á leiðinni neitt. Viðbúið er að svæðið þar og í kring verði að jarðumbrotasvæði í mörg ár og jafnvel áratugi.

En menn vona það besta.

Á eldfjallaeyju er þetta ekki endilega ófyrirsjáanlegt ástand. Sem betur fer er Ísland frekar stór eyja miðað við fjölda íbúa. Fólk getur fært sig. Orkuver má reisa á öðrum svæðum. Ferðamenn geta baðað sig annars staðar.

Enda gilda lög á Íslandi til að búa sig undir svona hamfarir. Neyðarsjóðir og annað slíkt. Þá má opna til að leysa úr vandræðum fólks og fyrirtækja hratt og vel.

Til að halda slíkum sjóðum fullum þarf að halda uppi hárri skattheimtu og draga mikið fé í ríkisreksturinn. Það er allt í lagi, enda oft hyggilegt að spara við sig neyslu og auka við sig sparnað til að eiga varasjóði ef áföll skella á.

Nema fyrir eitt vandamál.

Neyðasjóðirnir eru tómir! Þeir fóru í að halda ráðstefnur og hækka laun opinberra starfsmanna. Þeir urðu að skúffufé ráðherra og nýttir til að kaupa handa þeim atkvæði.

Ekki verða skattar hækkaðir mikið meira og þá er bara eitt í stöðunni: Að taka lán.

Eftir meira en áratug af góðæri.

Einu sinni var hægt að nota rekstur á Reykjavíkurborg sem andstæðu við rekstur ríkisvaldsins. Borgin hélt sköttum í hámarki samhliða hallarekstri, ríkið greiddi niður skuldir og fór sér hægar í skattahækkanir.

Núna er erfitt að greina á milli, því miður.

En þetta völdu kjósendur og gera sýnilega enn. Lýðræði hefur þann stóra kost að ef meirihlutinn ákveður að bora göt í skipsskrokkinn þá sökkva allir á sömu forsendum, og skála í skuldsettu kampavíni á leið á hafsbotninn.

En það er ekki of seint fyrir kjósendur að skipta um skoðun. Gera þeir það?

One Comment on “Neyðarsjóðir og kampavín”

  1. Ef kjósendur hałda að Samfylkingin sé lausnin að þá verður fljótt lítið eftir sem réttlætir fyrir sálinni að hanga á köldu skeri í skítaveðri allan ársins hring.

Skildu eftir skilaboð