Fyrsta landtenging skemmtiferðaskips á Miðbakka í Reykjavík

frettinFréttatilkynning, InnlentLeave a Comment

Fréttatilkynning frá Faxaflóahöfnum:

  • Aðeins 2% hafna á heimsvísu eru með landtengingar en tvær hafnir eru þegar komnar með landtengingu á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá Cruise Lines International Association.
  • 48% skemmtiferðaskipa eru nú þegar tilbúin til landtengingar og áætlað er að árið 2028 verði hlutfallið 72%
  • Evr­ópu­sam­bandið hef­ur sett það skil­yrði fyr­ir hafn­ir í evrópska flutningsnetinu (TEN-T), líkt og Faxa­flóa­hafn­ir, að vera til­bún­ar með land­teng­ing­ar með raf­magni fyr­ir öll skip yfir 5.000 BT fyr­ir árið 2030.
  • Á næstu 10 til 15 árum munu stærstu hafn­ir í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um land­tengja öll skemmti­ferðaskip með raf­magni.
  • Með landtengingu Fridtjof Nansen við Miðbakka sunnudaginn 9. júní sparaðist hátt í 6.000 lítrar af dísilolíu.

Sunnudaginn 9. júní sigldi skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen frá norska skipafélaginu HX Hurtigruten Expeditions til Reykjavíkur, lagðist að bakka við Miðbakka hjá Faxaflóahöfnum og landtengdist rafmagni. Um var að ræða fyrstu landtengingu skemmtiferðaskips á Miðbakkanum í Reykjavík, en landtengingin er liður í stefnu Faxaflóahafna varðandi landtengingar fyrir öll skip. Í tilefni áfangans var haldin athöfn við höfnina þar sem Cecilie Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi, var viðstödd og ávarpaði gesti.

Cecilie Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi ávarpar gesti.

Með landtengingunni eru loftgæði í borgum efld með norsk - íslensku hugviti og tækni þar sem skip hafa viðkomu og er landtenging á Miðbakka enn einn áfangi í þeirri vegferð að landtengja þau skip er leggjast að bryggju í Faxaflóahöfnum.

Margt hefur áunnist í sjálfbærnivegferð Faxaflóahafna en nú þegar eru fiskiskip landtengd þegar þau liggja við bryggju og landtenging stærstu gámaskipa Eimskips við Sundabakka var tekin í notkun í lok árs 2022. Landtenging stærstu skemmtiferðaskipa á Skarfabakka í Sundahöfn er á þriggja ára áætlun, þar sem að Evrópusambandið hefur sett skilyrði fyrir hafnir, líkt og Faxaflóahafnir, að vera tilbúnar með landtengingar með rafmagni fyrir öll skip fyrir árið 2030.

Faxa­flóa­hafn­ir eru meðal fyrstu höfn­um heims sem hafa þann mögu­leika að geta land­tengt skemmti­ferðaskip með raf­magni, en land­teng­ing­in er stórt skref fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir og um­hverf­is­mál­ Reykjavíkurborgar. Noregur hefur að mörgu leiti verið fyrirmynd Faxaflóahafna í framþróun umhverfismála hafna þar sem Norðmenn eru framarlega á því sviði.

„Það er stór áfangi hjá Faxaflóahöfnum þegar við náum að landtengja skip með þessum hætti og fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt með rafmagni síðasta haust við Faxagarða. Faxagarðar taka við minni skemmtiferðaskipum, en Miðbakki við þeim stærri og með landtengingu Fridtjof Nansen er verið að draga talsvert úr olíunotkun skipsins. Þetta eykur loftgæðin í Reykjavíkurborg og dregur úr útblæstri skipsins á landi og sjó,“ – segir Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna.

CW_Faxaflóahafnir_Landtenging_05062024_client1

Skildu eftir skilaboð