Hunter Biden hefur verið dæmdur fyrir alla þrjá ákæruliðina sem tengjast kaupum á byssu árið 2018. Í réttarhöldunum kom fram hjá saksóknurum, að sonur forsetans hafi logið á lögboðnu eyðublaði fyrir byssukaup með því að segja að hann neytti ekki ólöglegra eiturlyfja eða háður fíkniefnum.
Dómarar fundu Hunter Biden sekan um að hafa logið að byssusala með alríkisleyfi og sett fram rangar fullyrðingar við umsóknina með því að segja að hann væri ekki fíkniefnaneytandi. Hann hafði byssuna ólöglega undir höndum í 11 daga.
Biden á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. Það var dómarinn Maryellen Noreika, sem að kvað upp dóminn. Við fyrsta brot er ekki líklegt að hann þurfi að sitja af sér og óljóst er enn hvort að Biden muni þurfa að sitja á bak við lás og slá.
#BREAKING Hunter Biden convicted on all three felony charges against him in federal gun trial. https://t.co/YKq3m6FEgO
— FOX 4 NEWS (@FOX4) June 11, 2024