Patreki fannst hann meiri ráðgjafi en kennari

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, SkólamálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Þegar Patrekur gat kallað sig kennara að loknu fjögurra ára nám var eins draumur hans rættist.

En aðeins sex árum síðar, eftir að hafa unnið í þremur ólíkum skólum, fannst honum hann verða að yfirgefa kennarastarfið. Mér þykir leiðinlegt að segja bless. Mér fannst ég hafa heimsins bestu vinnu- ásamt því að vera á lélegustu laununum segir hann. Foreldrar hafa fengið mikil völd og áhrif og það veldur streitu.

Mikil pappírsvinna, foreldrafundir og mikil ábyrgð á börnum sem glíma við alls konar vanda eiga  er bara hluti af ástæðunum að hann hafði ekki tíma til að gera það sem hann menntaði sig til sem kennara: Að veita börnunum góða menntun og skipta máli fyrir þau.

Skýrsla frá Verkalýðsráðinu sýnir að Patrekur er langt frá því að vera eini kennarinn sem hefur tekið þessa ákvörðun.

Helmingurinn hverfur eftir fimm ár

Aðeins um 900 af þeim 2000 sem kláruðu námið árið 2018 vinna enn í grunnskólanum eftir fimm ár segir í skýrslunni. Strax þremur árum síðar hafi fimmti hver nýútskrifaður kennari hvatt grunnskólann. Það er þekkt vandamál að erfitt sé að halda í nýútskrifaða kennara. Danska kennarasambandið lét heyra frá sér um flótta úr stétt grunnskólakennara 2023. Lesa má um það hér.

Hjá Patreki hófst vandinn snemma og endaði með ósköpum þegar hann vorið 2018 fór í veikindaleyfi, greindur með streitu. Þetta fjallar ekki um að ég sé nýútskrifaður segir hann, þó erfitt sé að byrja sem nýútskrifaður kennari. Ég þekki marga sem upplifað streitu. Systir mín og tveir vinnufélagar hættu líka þó lengra sé frá þeirra útskrift og reynsla þeirra meiri segir hann.

Upplifði að hann væri ráðgjafi

Það er mikilvægt að láta koma fram að ég er ánægður með menntunina og þá skóla sem ég hef unnið í, stjórnendur og að vinna með börnum. Samt sem áður vegur það ekki þyngra en álagið í vinnunni og léleg vinnuaðstaða, sem er greinilega í mörgum skólum.

Það er svo mikill tími tekinn frá börnunum og kennslunni og hún hefði versnað til muna ef kennarar hefðu ekki notað eigin frítíma til að bæta það upp. Það er vond keðjuverkun segir Patrekur.

Eftir að hann fór í veikindaleyfi sá hann greinilega hvernig aðstæðurnar urðu verri í þau sex ár sem hann kenndi og að verkefnin utan kennslunnar jukust. Mér fannst ég meiri ráðgjafi en kennari því það voru svo mörg vandamál sem þurfti að sinna, segir hann. Vandamálið var m.a. að um þriðjungur barnanna voru í skóla án aðgreiningar, sem þýddi að þau glímdu við alls konar vandamál og stundum voru greiningar. Flest þessara barna hafðu átt að fá boð um annars konar skólavist. Þetta kallaði á aukavinnu með sálfræðiráðgjöfum, foreldrum og hellings pappírsvinnu.

Aukið vald foreldra

Samtímis með öllu hinu átti Patrekur að vera með 89 skóla-heimili-samtöl sem umsjónarkennari bekks. Og, það hjálpaði ekki til við það mikla vinnuálag sem fylgir skólanefndum þar sem einnig voru fulltrúar foreldra. Nefndin þurftu að komast að meirihluta ákvarðanatöku um kennslu, segir hann.

Ég verð sennilega óvinsæll fyrir að segja þetta en foreldrar hafa fengið mjög mikil völd og meðákvörðunarrétt. Það veldur streitu að foreldrarnir hafi fengið svo mikil völd. Maður þarf að bera traust til að kennarar geri það besta og hafi auga fyrir hvað börnin hafi áhuga á, segir hann.

Hann er spurður: Kennarar hafa um lengri tíma talað um ástandið. Getur það líka verið, að búist sé við of miklu miðað við það sem í reynd kemur út?

Ég held að þetta snúist ekki um að við getum ekki aðlagast því sem ætlast er til. Þvert á móti held ég að stundum að það sé lagt of mikið á okkur.

Kerfið lofar ekki góðu

Vorið 2024 var gerður nýr samningur á sviði grunn- og unglingastigs sem á að bæta aðstæður m.a. með því að taka fleiri ákvarðanir nær vinnustaðnum. Á sama tíma kallar Madsen, formaður danska kennarasambandsins, eftir því að komið verði á fót kerfi á landsvísu þar sem nýútskrifuðum kennurum er úthlutað leiðsagnakennara, segir Patrekur við TV 2. En að sögn Helle Plauborg, dósents við danska menntavísindasviðið við háskólann í Árósum, er myndin ekki vænleg því engin rannsókn bendi til að kennarar haldist lengur í starfi af þeim sökum. Hins vegar varpa rannsóknir ekki ljós á af hverju sumir kennarar halda áfram en fljótlega fer af stað stórt rannsóknarverkefni sem beinist einmitt að þeim þáttum, segir hún.

Snýr ekki aftur

Það er mikilvægt að fleira komi til en leiðsagnakennari fyrir nýliða segir Patrekur sem hafði einn slíkan þegar hann byrjaði. Það skiptir engu þó leiðsagnarkennarinn tryggi góða byrjun þegar allt annað er í ólagi þegar frá líður.

Hann hefur þá trú að ástandið eigi eftir að batna ef kennarar fá meira frelsi til að skipuleggja dagana. En það dugar ekki til að honum dytti í hug að snúa sér aftur að kennslu. Ég er ánægður að eitthvað sé gert í málaflokknum og það komi meiri áhersla á líðan kennara og ástæður þess að þeir yfirgefa vettvanginn segir hann.

Hér má lesa greinina sem fjallar um danskan kennara en gæti allt eins verið hér á landi.

Skildu eftir skilaboð