Að losna við húðbletti og vörtur á stuttum tíma

frettinHeilsan, InnlentLeave a Comment

Það er mikilvægt að skilja og vita um ástæður af hverju húðblettir og vörtur myndast. Í fyrsta lagi er það vísbending um að líkaminn sé að tjá sig um að eitthvað sé að gerast sem ættir að veita athygli. Í líkamanum geta verið vandamál til staðar sem tengjast undirliggjandi orsök. Hér verður bent á hvað geti legið að baki þannig að ekki aðeins sé hægt að losnað við húðbletti og vörtur heldur tryggja að þeir komi ekki aftur

Hvað vitum við um húðbletti og vörtur?

Vitað er að vöxt frumna og hugtak fyrir það er vefaukandi svörun einhvers. Húðblettur eða varta er lítið góðkynja æxli sem kemur á afmörkuðum stað, nær ákveðinni stærð og dreifist ekki. Húðblettir eru venjulega í húðfellingum á hálsi eða handarkrika en geta þó komið hvar sem er: Í munni, vélinda, barka, nára og víðar. Það eru mikil tengsl á milli húðbletta, vartra og papillomaveiru (HPV). Nauðsyn er að gera sér grein fyrir að HPV er ekki bara einn vírus heldur yfir 130 til 140 mismunandi tegundir og hver þeirra getur skapað mismunandi einkenni.

Hér má sjá myndband í styttri útgáfu: ,,How to Rid Skin Tags and Warts Overnight“ eftir dr. Eric Berg DC:

Húðblettir eru algengari hjá konum en körlum.Konur hafa meira estrógen og húðblettir eru tíðari á meðgöngu, það staðfestir estrógen ástand. Estrógen er vefjaaukandi hormón og lætur frumur vaxa og því þyngri eða feitari sem manneskja er býr hún til meira estrógen, það á við um bæði kynin.

Önnur áhugaverð tenging við húðbletti eru aðstæður eins og offita, sykursýki og fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS), sem í raun tengist undirliggjandi orsök sykursýki sem er insúlínviðnám. HOMA-IR rannsókn var gerð á 98 einstaklingum, þar fundust sterk tengsl milli húðbletta, insúlínviðnáms og hárra þríglyseríða. Annað áhugavert um insúlínviðnám er; ef mikið er af insúlíni í líkamanum sem er að bæta upp fyrir insúlínviðnám í frumunni, þarf það insúlín að komast í gegnum hvatbera til orkuverksmiðjunnar í frumunni. Ef tregða er þá gerist það ekki í því mæli sem það ætti að gera. Líkaminn byrjar þá að búa til mikið af insúlíni en það insúlín tengist ekki hvatberanum og veldur færri hvatberum og óvirkum hvatberum. Það er kjarninn í krabbameini og í þessum nýju æxlunum sem eru húðblettir.

Dr. Eric Berg telur þetta sé megin ástæðan fyrir því að fólk fái húðbletti

Hann leggur áherslu á að fólk skilji vel ástæðuna að baki og að það þurfi að laga insúlínviðnám og estrógenyfirráð. Líkur eru á að það sé meira insúlín viðnámsvandamál, en lausnin á því telur dr.Berg vera að taka upp heilbrigt ketó mataræði og koma í veg fyrir að húðblettir og vörtur komi aftur.

Lækningin er mjög einföld bara tvö efni; joð og hvítlaukur. Það merkilega er að það getur ekki aðeins hamlað HPV heldur getur það líka hjálpað við að stjórna estrógeni.

Aðferðin:

Setja 2 dropa af joði í lítið ílát (dr Berg miðar við 10% joð), brytja eða mylja ferskan hvítlauk, til að fá nokkra dropa og blanda þeim við joðið. Það er svo sett með smá bómullarþurrku beint á blettinn eða vörtuna. Síðan plástur eða límband yfir. Það á að geyma blönduna í kæli til að halda hvítlauknum ferskum. Aðeins nota sömu blönduna tvisvar á dag.

  • Hvítlaukurinn þarf að vera ferskur og öflugur því að í honum eru plöntunæringarefni sem heita ,,Allicin“ og gera alla töfrana.

Allicin vinnur gegn krabbameini og er veirueyðandi. Eftir einn dag gæti bletturinn eða vartan minnkað. Hjá sumum hverfa blettir fljótt jafnvel á einum degi en það getur tekið allt að tvær vikur. Hve fljótt þeir fara tengist því hve slæmt insúlínviðnámið er.

Fleira getur virkað á bletti og vörtur eins og Sink Oxið og eplaedik. Oregano olía mun líka virka en besti árangur er líklega af joði og hvítlauk. Vörtur eru af völdum papillomavírus (sem áður var nefndur) það gæti þurft að skipta um aðferð yfir í salicýlsýru sem hægt er að setja í plástur. Einnig má reyna asperínpillur muldar í vatni og settar í plástur. Svo er hægt að nota dropa úr stöngli feskrar plöntu sem heitir,, Celandine“ (gömul lækningajurt af draumsóleyjarætt) er mjög öflugt á vírusa.

Í lokin ítrekar dr. Eric Berg DC að það mikilvægast við þetta myndband sé að það leggi áherslu á að leiðrétta undirliggjandi orsök húðbletta og varta. Hann bendir á að kynna sér strax föstu með hléum og ketó mataræði. Hér er slóð á eitt af mörgum myndböndum hans um Ketó mataræði:

Ingibjörg Sigfúsdóttir stytti og endursagði myndbandið: ,,How to Rid Skin Tags and Warts Overnight“ eftir dr. Eric Berg DC : https://www.youtube.com/watch?v=YF_8gVewcKg   Myndirnar eru teknar úr myndbandinu.

Hér er kynning á dr. Eric Berg og verkum hans.:https://heilsuhringurinn.is/2023/11/08/kynning-a-dr-eric-berg-d-c-og-heilsutengdri-fraedslu-hans/

Greinin birtist fyrst á Heilsuhringurinn 22.3.2024

Skildu eftir skilaboð