Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata, greindi frá því í umræðu um atkvæðagreiðslu í útlendingamálinu, að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, væri með lífverði í þinghúsinu.
Andrés Ingi sagði að nær væri að hann tjáði sig um þetta mál í dagskrárliðnum fundarstjórn forseta en í atkvæðagreiðslu.
„En ég hef rætt á fundum forsætisnefndar hversu ólíðandi það sé að lífverðir forsætisráðherra sé á stjákli hér innan þinghússins. Alþingi er friðheilagt. Það er óþolandi og ekki til sóma að sérsveitarmaður lögreglunnar sé í hliðarsal meðan alþingi er að störfum. Ég fer fram á það að forseti losi sig við þessa starfsmenn valdstjórnarinnar núna strax,“ sagði Andrés og kvað við heyr heyr í þingsalnum.
Birgir Ármannsson forseti þingsins sagðist hafa heyrt þessar athugasemdir Andrésar fyrr. En lögregla þyrfti að ákveða hvernig öryggis ráðamanna yrði best gætt.
Umræðurnar í heild inni má sjá hér.