Hagstofustjóri undir hæl landlæknis

frettinHeilbrigðismál, Innlent1 Comment

Þorgeir Eyjólfsson samfélagsrýnir, eftirlaunaþegi og bloggari, greinir frá því að júní mánuður sé hálfnaður og enn bóli ekki á tölum á heimasíðu Hagstofu Íslands um fjölda látinna á árinu 2023 og fyrsta fjórðungi þessa árs.

Þorgeir var um árabil for­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna og einnig verkefnastjóri í Seðlabanka Íslands við losun gjaldeyrishafta.

Þorgeir hefur nú rýnt í tölur um fæðingar sem hafa fylgt dánartölum á liðnum árum. Klippan sýnir birtingardaga talnanna á vef Hagstofunnar á síðustu árum. Eftir að samstarfssamningur um „framleiðslu hagtalna“ var gerður á milli Hagstofu Íslands og Embætti landlæknis í mars 2023 virðist tafa á upplýsingagjöf fara að gæta.

„Súluritið sýnir íslensk umframdauðsföll á vef Evrópsku hagstofunnar (Eurostat). Hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi hefur um missera skeið verið meðal þeirra hæstu í Evrópu. Hátt hlutfall umframdauðsfalla samanborið við nágrannaþjóðirnar er vitnisburður um slakan sóttvarnarárangur Embættis landlæknis.

Ein birtingarmynd skaða af völdum mRNA bóluefnanna er að fæðingum hefur fækkað á liðnum misserum bæði hér á landi og erlendis. Fæðingum á Landspítalanum hefur fækkað um 4,7% á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Miður er að sjá Hagstofu Íslands, sem landsmenn verða að geta treyst fyrir réttum og tímabærum tölum bæði á góðum tímum og slæmum, lenda undir hæl landlæknis um birtingu talna um dauðsföll og fæðingar,“ segir Þorgeir.

Þor­geir hlaut AMP-gráðu (Advanced Mana­gement Program) frá Har­vard Bus­iness School árið 1998 og er einnig með MIF-gráðu frá Há­skól­an­um á Bif­röst í alþjóða banka- og fjár­mál­um.

Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

One Comment on “Hagstofustjóri undir hæl landlæknis”

  1. Dr Alma Mengele vill ekki láta hvað sem er fréttast.

Skildu eftir skilaboð