Læst dagskrá hjá Fréttinni – fréttatilkynning

frettinFréttatilkynning, InnlentLeave a Comment

Kæru lesendur Fréttarinnar, við viljum tilkynna ykkur um breytingar sem eru að verða á frettin.is

Fréttin hefur vaxið hratt að umfangi síðustu mánuði, pistlahöfundum hefur fjölgað, öryggismál og vistun vefsvæðisins hafa verið efld stórlega og margt fleira.

Allt kostar þetta fjármuni, en flestir sem að starfsemi Fréttarinnar koma gera það í sjálfboðavinnu, þar sem tekjur Fréttarinnar er litlar.

Slíkt gengur ekki til lengdar eins og gefur að skilja, þegar um aðalstarf er orðið að ræða.
Auk þess stendur til að blása út starfsemi Fréttarinnar enn frekar með uppbyggingu studios og fleiru.

Til að koma á móts við tekjuþörf Fréttarinnar munum við byrja í sumar prófanir á að læsa sumum greinum og viðtölum á frettin.is fyrir þá sem ekki eru áskrifendur. Áskrifendur munu fá sent aðgangsorð og því geta þeir lesið allt eins og áður.

Þeir sem ekki eru áskrifendur í dag er boðin afsláttur á áskrift fyrstu 12 mánuðina fram til 1. júlí. Með afslætti mun mánaðaráskrift kosta 2500 kr. fyrstu 12 mánuðina en eftir það 3390 kr.

Fréttin þiggur ekki ríkisstyrki og mun ekki gera. Því má segja að Fréttin sé nánast eini miðillinn sem er óháður stjórnvöldum.

Í tengslum við þessar breytingar munum við gera nokkrar lesenda kannanir til að skilja betur þarfir og álit lesenda frettin.is.

Það er líka kærkomið að senda okkur tölvupóst með ábendingum um það sem betur mætti fara á [email protected]Að lokum viljum við hjá fréttinni þakka ört vaxandi hópi lesenda sinna fyrir áhugann á því efni sem frettin.is einn miðla býður upp á. Þá viljum við einnig þakka traustum hópi áskrifenda og auglýsenda fyrir tryggðina.

Kær kveðja
Ritstjórn

Komdu í áskrift

Áskrifendur fá meira og fjölbreyttara efni

Kæri lesandi

Takk fyrir stuðninginn!

Áskrift

Skildu eftir skilaboð