Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi

frettinAlþingi, InnlentLeave a Comment

Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi í morgun. Frumvarpið var samþykkt með 42 atkvæðum. Fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og tíu sátu hjá í atkvæðagreiðslunni.

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Viðreisn­ar sátu hjá

Frumvarpið felur í sér fjórar meginbreytingar á núverandi lögum. Hert verður á skilyrðum fjölskyldusameiningar, dvalarleyfistími verður styttur, breytingar gerðar á kærunefnd útlendingamála og afgreiðslu kærumála hraðað.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna, Framsóknar, Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar sátu hjá í atkvæðagreiðslu og þingmenn Pírata greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

„Markmið frumvarpsins eru skýr í þessum mikilvæga málaflokki. Þau eru að samræma okkar löggjöf við löggjöf Norðurlandanna en einnig að taka út úr okkar löggjöf séríslenskar málsmeðferðarreglur,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra við upphaf atkvæðagreiðslunnar.

Skildu eftir skilaboð