Eldur logar í þaki Kringlunnar – búið að rýma húsið

frettinInnlentLeave a Comment

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar á fjórða tímanum nú síðdegis og er allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komið á staðinn til að ráða niðurlögum eldsins.

Samkvæmt vaktstjóra hjá slökkviliðinu kviknaði eldurinn þegar iðnaðarmenn voru að störfum á þaki Kringlunnar og voru að bræða pappa.

Eldurinn brennur á þaki Kringlunnar á þeirri hlið sem snýr að Hvassaleiti.

Engin meiðsl hafa orðið á fólki samkvæmt slökkviliðinu.

Um talsverðan eld er að ræða að sögn vaktstjóra slökkviliðsins og ómögulegt að segja til um hvenær hægt verður að ráða niðurlögum eldsins.

Kringlan rýmd af öryggisástæðum

Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að búið sé að rýma Kringluna og að það sé gert af öryggisástæðum.

„Þetta er mjög staðbundið, en allt öryggi verður haft í fyrirrúmi,“ segir hún.

Hún segir að Kringlan verði ekki opnuð aftur fyrr en slökkvilið gefur merki um að það sé í lagi.

Skildu eftir skilaboð