Bjarni Ben tók við viðurkenningu frá WHO og WEF

frettinInnlent, Stjórnmál, WEF, WHOLeave a Comment

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra flutti opn­un­ar­ávarp á alþjóðlegu vel­sæld­arþingi (Wellbeing Economy Forum) sem haldið var í Hörpu í síðustu viku.

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Bjarni fjallaði um vel­sæld­aráhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í ávarpi sínu og að inn­leidd­ir hefðu verið 40 vel­sæld­ar­vís­ar til að styðja við stefnu­mót­un með það að mark­miði að auka vel­sæld og lífs­gæði.

Wellbeing economy forum er undirstofnun frá WEF(World economic forum) og WHO alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar. Svokölluð heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna heyra einnig undir sömu stofnanir.

Viður­kenn­ing fyr­ir inn­leiðingu vel­sæld­aráherslna

„Á und­an­gengn­um ára­tug­um hafa rík­is­stjórn­ir og alþjóðastofn­an­ir sam­ein­ast um að inn­leiða aðferðafræði vel­sæld­ar og sjálf­bærr­ar þró­un­ar við stefnu­mót­um og ákv­arðana­töku og for­gangsraða á grunni efna­hags­legra, fé­lags­legra og um­hverf­is­legra þátta,“ er haft eft­ir Bjarna í til­kynn­ing­unni.

„Þannig er leit­ast við að líta ekki ein­ung­is til efna­hags­legra mæli­kv­arða líkt og þjóðarfram­leiðslu eða hag­vaxt­ar þegar lagt er mat á þróun lífs­gæða al­menn­ings. Hér á landi er meðal ann­ars horft til þess að auk­in vel­sæld hef­ur já­kvæð áhrif á heilsu­far sem kem­ur öllu sam­fé­lag­inu til góða.“

Tók við viður­kenn­ingu

Bjarni tók við viður­kenn­ingu frá Hans Klu­ge, evr­ópu­for­stjóra alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), fyr­ir vinnu ís­lenskra stjórn­valda að inn­leiðingu vel­sæld­aráherslna hér­lend­is.

Viður­kenn­ing­una af­henti Chris Brown sem stýr­ir evr­ópu­skrif­stofu WHO um fjár­fest­ingu í heilsu.

Skildu eftir skilaboð