Páll Vilhjálmsson skrifar:
Almenningur í Evrópu kýs hagnýta pólitík umfram hugmyndafræði, segir Meloni forsætisráðherra Ítalíu og einn sigurvegara nýliðinna kosninga til Evrópuþingsins. Hægriflokkar unnu á en vók-flokkar og loftslagskreddur töpuðu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir túlkar áþekk sjónarmið í ræðu í gær á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Grípum niður í ræðu Lilju Daggar:
Landsvirkjun skal áfram vera í þjóðareigu og sala á landi til erlendra aðila er með öllu ósjálfbær til framtíðar. Í framtíðinni verður skortur á landi, hreinu vatni og grænni orku. Þar erum við Íslendingar lánsöm þjóð og eigum að varðveita landið fyrir komandi kynslóðir, svo að þær geti búið við jafnvænan kost og okkur hefur verið búinn. Þetta er alvöru mál og er ég þess sannfærð um að þjóðhyggju- og alþjóðasinninn Jón Sigurðsson væri mér sammála um hversu mikilvægt það er fyrir framtíðarkynslóðir að við setjum skýrar línur um þessi mál.
Í tilvitnuðum orðum túlkar Lilja Dögg þjóðlega og hagnýta skynsemispólitík í tveim mikilvægum málaflokkum, virkjunarmálum og landssölu til útlendinga. Við hæfi á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, sem fékk verðskuldað þau eftirmæli var vera sómi Íslands, sverð þess og skjöldur.