Erkibiskup kallaður til Vatíkansins: Bannfærður af Frans páfa

frettinErlentLeave a Comment

Carlo Vigano erkibiskup, hefur verið tilkynnt að hann sé kallaður til Vatíkansins. Erkibiskupinn er kallaður sannur vinur hinna trúföstu, er algerlega hollur kirkjunni og notar Jesú Krist sem leiðarljós í öllu sem hann gerir.

Vigano erkibiskup hefur staðið upp á móti eyðingu kirkjunnar, Covid svikamyllunni sem traðkaði á réttindum einstaklinga um allan heim og stolnum kosningum. Frans páfi hefur kallað Vigano á teppið til sín fyrir „eyðileggjandi aðgerðir Vigano gegn kirkjunni.“ Þá hefur erkibiskupinn einnig gagnrýnt alærðisöfl í Kína og World Economic Forum(WEF). Fyrir þetta mun hann verða bannfærður úr kaþólsku kirkjunni.

Vigano segir að hafin séu réttarhöld gegn honum án dóms og laga, og gerir hann ráð fyrir að dómurinn hafi þegar verið undirbúinn í ljósi þess að um er að ræða utandómstóla.

„Ég lít á ásakanirnar á hendur mér sem heiður. Ég tel sjálft orðalag ákærunnar staðfesta áhyggjur mínar, sem ég hef ítrekað fjallað um. Það er engin tilviljun að ákæran á hendur mér snýst um efasemdir um lögmæti Jorge Mario Bergoglio og höfnun II. Vatíkansins: Ráðið táknar hugmyndafræðilegt, guðfræðilegt, siðferðilegt og helgisiðakrabbamein/siðrof sem nauðsynlegt er að afhjúpa,“ skrifar Vigano á X.

Tilkynningu hans á X í heild sinni má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð