Macron, Blair og transheimska

frettinErlent, Pistlar, Stjórnmál, Transmál1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Vinstrimenn vilja leyfa frjálsa kynskráningu, karl fyrir hádegi en kona síðdegis, hneykslast Macron Frakklandsforseti. Handan Ermasunds tekur Tony Blair fyrrum forsætisráðherra til máls og hvetur til skynsemi. Konur hafa sköp en karlar lim.

Samflokksmenn Blair í Verkamannaflokknum eiga margir erfitt með að skilgreina hvað kyn er, eins og rekið er í Telegraph. Nú þegar formaðurinn fyrrum leggur spilin á borið og segir æxlunarfærin útkljá málið verður kannski ögn einfaldara að segja upphátt hlutlægar staðreyndir.

Kyn er ekki hugarfar heldur líffræðileg staðreynd. Þegar transheimskunni léttir munu menn klóra sér í kollinum og undrast að sjáanlegar og mælanlegar grunnstaðreyndir náttúrunnar skuli um tíma verið vafa undirorpnar. Kyn spendýra ráðast af litningum.

Kvenkyn fæðast með XX-litninga en karlkyn með XY-litninga. Við fæðingu sést hvort er hvað. Í tilfelli manna hvort það sé telpa eða drengur. Aðrir möguleikar eru ímyndun, ekki einu sinni með flugufót í hlutveruleikanum. Láti kona græða á sig lim eða karl skeri undan sér breytir það engu um kyn viðkomandi. Karl sem þykist kona getur krafið kvensjúkdómalækni um legskoðun en það finnst ekkert móðurlíf. Líkamlegar staðreyndir tegundarinnar eru öllum skýrar sem að vilja hyggja. Vandamálið er sálrænt og menningarlegt.

Transheimskan fær útbreiðslu á tíma samfélagsmiðla. Efnislegur veruleiki, þaulprófaður frá örófi alda, varð um tíma að feimnismáli eftir að fámennur hópur sérvitringa taldi sig ofsóttan af heilbrigðri skynsemi og fékk með sér samúðarbylgju á samfélagsmiðlum. Nýju fötin keisarans voru að kyn sé huglægt. En sérhver með hálfa hugsun eða meira veit að hún kynlaus. Hugsun er óefnisleg. Kyn er aftur efnisleg og áþreifanleg staðreynd. Tilfinningar s.s. ást, afbrýði og gleði eru af sömu ástæðu kynlausar.

Hugsun og tilfinningar eiga uppsprettu í skrokki sem frá fæðingu er annað tveggja kvenkyns eða karlkyns. Líkamanum fylgir engin nauðhyggja, að kona eigi að hugsa á þennan veg en karl á hinn veginn. Hugsun er valfrjáls, sumir verða hugfangnir af vitleysu.

Einstaklingur sem segist af röngu kyni lýsir ómöguleika. Hann gæti allt eins lýst yfir að vera ekki spendýr. Hugur ræður hvorki kyni né tegund.

One Comment on “Macron, Blair og transheimska”

  1. Eiginlega ættu svona hlutir ekki að koma upp í umræðunni og stundum dettur manni í hug að þetta sé merki um skort á einhverju að gera fyrir hópa í borgarsamfélaginu, Svona gersamlega samhengislausar pælingar sem einmitt eru algerlega úr samhengi við grjótharðar staðreyndir og raunveruleika. MInnir að þessi hugsunarmáti hafi verið kenndur við bandaríska leikkonu sem hélt því fram að hún gæti stjórnað raunveruleikanum með hugsunum sínum. Algerlega geggjað og fær mann til að hugsa um Róm á sínum tíma og Neró með fiðluna. Auðvitað tengist þetta líka því að yfirvöld stökkva á vagninn og kalla þetta jafnréttismál, og gefa með því í skyn að þau séu búin með öll önnur jafnréttismál, við vitum öll hversu satt það er , og svo þessum Blairisma sem er nútíma útgáfan af Quislingum verkalýðsbaráttunar og sem öfl eins og samfylging og vinstri grænir og sambærilegir í evrópu hafa tileinkað sér til að dylja að þau eru þarna bara til að hirða ofsakaupið sitt frá viðkomandi þjóðum.

Skildu eftir skilaboð