Þingkosningar í Bretlandi: Konur grípa til varna

EskiErlentLeave a Comment

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til almennra þingkosninga í landinu þann 4. júlí n.k.

Samkvæmt skoðanakönnunum mun Íhaldsflokkurinn gjalda sögulegt afhroð. Talið er einna víst að Verkamannaflokkur Sir Keir Starmer muni hljóta yfirgnæfandi meirihluta þeirra 650 þingsæta sem keppst er um.

Umbótaflokkur Nigel Farage mælist með sama fylgi og Íhaldsflokkurinn.

Bretlandi er skipt upp í einmenningskjördæmi og hlýtur sá frambjóðandi þingsætið sem fær flest atkvæði, líkt og í forsetakosningum hér á landi.

Málefni barna og kvenna sett á dagskrá

Breskir stjórnmálaleiðtogar hafa átt erfitt undanfarin ár að svara með afgerandi hætti hvað kona er og hvort karlar séu með legháls.

Þeir hafa tiplað á tánum í kringum .þessar spurningar árum saman.

Frambjóðandi Verkamannaflokksins í Kantaraborg, Rosie Duffield, hefur þurft þola mikið ofbeldi síðastliðin ár, bæði innan flokks síns og utan.

Hún hefur verið ötul talsmanneskja gegn transferli barna og lögum um kynrænt sjálfræði. Það hefur einangrað hana í flokknum, þar meirihluti þingmanna flokksins eru annaðhvort á fjarvinstri vængnum eða þora ekki að tjá sig opinberlega um þessi mál.

Erfitt hefur verið fyrir Duffield að reiða sig á stuðning leiðtoga flokksins, Sir Keir Starmer, undanfarin misseri. Það var ekki fyrr en fyrrverandi leiðtogi flokksins og fyrrum forsætisráðherra, Sir Tony Blair, tók afdráttarlaust til orða um hvað kona væri og hvort karlar væru með legháls.

Rosie Duffield

Rosie Duffield

Rosie Duffield þurfti að aflýsa þáttöku sinni í sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu vegna ofbeldis-og líflátshótana transaðgerðasinna.

Lávarður hæðist að Duffield

Michael Cashman, lávarður og flokksfélagi Duffield, hæddist að þingkonunni á samfélagsmiðlinum X. Cashman birti þar blaðagrein um ákvörðun þingkonunar að aflýsa þáttöku sinni á framboðsfundum í Kantaraborg og velti fyrir sér hvort hún væri hrædd, eða bara löt.

Michael Cashman, lávarður

Honum var þá umsvifalaust vikið úr flokknum sem gefur til kynna að einhverjar sviptingar í málefnum kvenna og barna vegna áhrif krafa transaðgerðasinna eru að eiga sér stað innan Verkamannaflokksins í aðdraganda kosninganna.

Nýr kvennaflokkur lítur dagsins ljós

Nýr kvennaflokkur er í framboði í nokkrum kjördæmum í landinu.  Kellie-Jae Keen, sem er ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna,  tók sig til og stofnaði sinn eigin flokk til þess að koma málefnum kvenna og barna á dagskrá og til þess að setja þrýsting á leiðtoga stóru flokkana til þess að svara spurningum heiðarlega sem snýr að lífræðilegum raunveruleika kynjanna.

Flokkurinn býpur sig fram gegn þingmönnum Verkamannaflokksins, Græningja og Íhaldsflokksins sem hvað mest hafa haft sig frammi til þess að grafa undan réttindum kvenna í þágu karla sem skilgreina sig sem eitthvað sem þeir eru ekki. Þetta á við í karla sem sækjast eftir flutningi í kvennafangelsi, þáttöku í kvennaíþróttum, aðgengi að kvennaathvörfum, búningsklefum, kvennadeildum á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum og þess háttar.

Einn frambjóðandi flokksins, Dr. Julia Long, tók til orða á framboðsfundi í Bexhill á suðurströnd Bretlands og sagði að stefnumál flokksins væri það að allir gætu sagt samviskusamlega að engin kona er með getnaðarlim, engin karl er með leggöng og transferli barna, og það að ljúga að þeim að þau geti verið eitthvað annað en þau séu, sé alvarlegt barnaníð.

Við þetta uppskar Dr. Long mikið lófaklapp og fögnuð áheyrenda.

 

Skildu eftir skilaboð