Lög um kynrænt sjálfræði ber að afnema

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, TransmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Trans hugmyndafræðin um kynrænt sjálfræði var sett í lög. Þessi lög ber að afnema. Þetta er lögfræðilegur skáldskapur segir Lotte Ingerslev. Lygi er færð í lög.

Við heyrum endalaust sagt ,,en þessi lög skipta engu máli“ og ,,að vandamálin verði leyst þegar þau koma upp“ á sundstöðum og í fangelsunum svo eitthvað sé nefnt.

En að við höfum viðtekið lög í Danmörku (og á Íslandi) sendir sterk skilaboð. Við getum átt á hættu að dæmdir karlmenn segjast vera konur og þess vegna eigi þeir að afplána í kvennafangelsi, svo dæmi sé tekið. Karlinn getur kært synjun danskra dómstóla á ósk sinni og alþjóðlegra stofnana sem telja að leysa eigi vandamálið í ,,vinsemd“ og ,,á einstaklingsgrundvelli.“

Áfrýjunarnefndir munu geta byggt úrskurði sína á því að við höfum innleitt ,,kynrænt sjálfræði" í Danmörku. Hér má lesa um málið í Berlingske.

Á Íslandi voru þessi ólög samþykkt. Við höfum enn ekki lent í að karlmaður segist vera kona og afplána í kvennafangelsi. Spurningin er hvenær ekki hvort. Á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, sem er að setja lygi í lög, hafa karlmenn aðgang að einkarýmum kvenna.

Alþingismenn hafa gengið svo langt að útrýma orðum sem eiga við um konur til að þóknast þessum fáum sem falla utan hefðbundinnar kynskráningar. Fæðandi einstaklingur- er sagt um konu í fæðingu, leghafi- átt við um konu, manneskja með barn á brjósti- um móður með barn á brjósti o.s.frv.

Hér neðar má sjá leikkonuna Rosanne svara spurningunni Hvað er kona?

Skildu eftir skilaboð