Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur verið látinn laus úr Belmarsh fangelsinu eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Assange hefur verið í Belmarsh fangelsinu í Bretlandi síðastliðin fimm ár eftir að hafa áður dvalið í sjö ár í sendiráði Ekvador sem pólitískur flóttamaður.
JULIAN ASSANGE IS FREE
Julian Assange is free. He left Belmarsh maximum security prison on the morning of 24 June, after having spent 1901 days there. He was granted bail by the High Court in London and was released at Stansted airport during the afternoon, where he boarded a…
— WikiLeaks (@wikileaks) June 24, 2024
WikiLeaks skrifar á X:
„Eftir að hafa dvalist yfir fimm ár í 2×3 metra klefa, einangraður 23 tíma á sólarhring, mun Assange fljótlega sameinast eiginkonu sinni Stellu Assange og börnum þeirra, sem einungis hafa þekkt föður sinn á bak við lás og slá.
WikiLeaks birti tímamótafréttir um spillingu stjórnvalda og mannréttindabrot og gerði þá valdamiklu ábyrga gjörða sinna. Sem aðalritstjóri hefur Julian þurft að greiða mikið fyrir þá reglu og fyrir rétt fólks að fá að vita.
Þegar hann snýr aftur til Ástralíu þökkum við öllum sem stóðu með okkur, börðust fyrir okkur og voru áfram af fullum hug í baráttunni fyrir frelsi hans. Frelsi Julians er frelsi okkar.“
WikiLeaks birti einnig myndband sem sýnir að Assange hefur verið látinn laus úr Belmarsh fangelsinu:
Julian Assange boards flight at London Stansted Airport at 5PM (BST) Monday June 24th. This is for everyone who worked for his freedom: thank you.#FreedJulianAssange pic.twitter.com/Pqp5pBAhSQ
— WikiLeaks (@wikileaks) June 25, 2024
Átti yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm
Sem útgefandi fréttaefnis átti Julian Assange yfir höfði sér ákæru samkvæmt njósnalögum fyrir að birta gögn um stríðið í Írak og Afganistan sem uppljóstrarinn Chelsea Manning lét hann fá. Assange átti yfir höfði sér 175 ára fangelsisdóm fyrir að birta efni sem lekið var ef hann hefði farið fyrir bandarískan dómstól.
NBC News greinir frá: Assange var ákærður fyrir að brjóta lög um hernaðarleg leyndarmál …. og fyrir samsæri við að afla og birta upplýsingar um landvarnarmál segir í dómsskjölunum (sjá pdf að neðan). Í bréfi frá embættismanni dómsmálaráðuneytisins, Matthew McKenzie, til bandaríska héraðsdómarans Ramona Manglona við héraðsdóm Bandaríkjanna á Norður-Maríanaeyjum segir, að Assange muni mæta fyrir dómstólinn klukkan 9 að staðartíma á miðvikudag til að játa sekt sína. Segir að dómsmálaráðuneytið geri ráð fyrir, að Assange muni snúa aftur til heimalands síns Ástralíu eftir málsmeðferðina.
Ákæra Bandaríkjanna á hendur Assange kom í kjölfar einnar stærstu birtingu trúnaðargagna í sögu Bandaríkjanna, sem gerðist á fyrsta kjörtímabili Baracks Obama. Samkvæmt stjórnvöldum gerði Assange samsæri síðla árs 2009 við Chelsea Manning, sérfræðing í leyniþjónustu hersins, um að birta tugþúsundir gagna á Wikileaks um stríðið í Afganistan, hundruð þúsunda skýrslna um stríðið í Írak, hundruð þúsunda gagna utanríkisráðuneytisins ásamt gögnum um fanga í Guantanamo-flóa.
Mætir fyrir rétt á Norður-Marianaeyjum til að játa sig sekan
Dómsskjölin sem afhjúpa málsmeðferð Assange voru lögð fram aðfaranótt mánudags í héraðsdómi Bandaríkjanna á Norður-Mariana-eyjum. Norður-Marianaeyjar eru bandarískt yfirráðasvæði í Kyrrahafinu.
Samkvæmt samningnum mun Assange mæta fyrir þann dómstól til að verða dæmdur í 62 mánaða fangelsi. Með tilliti til tímans sem hann hefur þegar setið í Belmarsh, þá verður honum kleift að snúa aftur til heimilis síns í Ástralíu.
The moment Julian Assange boarded a plane after his release from Belmarsh Prison. pic.twitter.com/fGuHKD5l3m
— Lowkey (@Lowkey0nline) June 25, 2024
Ákæran sem hann mun játa sig sekan um er: „Samsæri til að fá og birta upplýsingar um landvarnarmál.“
Dómskjölin: