Þórður Snær barmar sér yfir byrlun og stuldi – ekki Namibíu

frettinFjölmiðlar, Innlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Ritstjóri Heimildarinnar, Þórður Snær Júlíusson, er grunaður í byrlunar- og símastuldsmálinu ásamt fjórum öðrum blaðamönnum. Ritstjórinn fékk stöðu sakbornings í febrúar 2022 en tafði rannsóknina um hálft ár með því að mæta ekki í yfirheyrslu fyrr en í ágúst.

Á X, áður Twitter, barmar Þórður Snær sér yfir réttarstöðunni, að vera grunaður um hegningarlagabrot í rúm tvö ár. En svo háttar til að Þórður Snær sjálfur og félagar hans á RSK-miðlum bera ábyrgð á fimm ára gömlu sakamáli sem enn er í rannsókn. Starfsmenn Samherja eru með stöðu sakborninga.

Hér er auðvitað átt við Namibíumálið, ásakanir ógæfumannsins Jóhannesar Stefánssonar sem ásakar árið 2019 Samherjamenn um mútugjafir í Afríkuríkinu. Fréttaefni í RÚV, Stundinni og Kjarnanum, er byggir allt á einni og sömu heimild, ótrúverðugri í meira lagi, er tilefni og ástæða rannsóknar héraðssaksóknara á meintum mútum. Engin rannsókn hefði farið af stað ef ekki væri fyrir RSK-miðla. Blaðamaðurinn Ingi Freyr á Stundinni/Heimildinni, meðsakborningur Þórðar Snæs, bjó Namibíumálið í hendur bróður síns Finni Þór Vilhjálmssyni saksóknara við embætti héraðssaksóknara.

Byrlunar- og símastuldsmálið er af allt öðru sauðahúsi. Í Namibíu urðu engir atburðir nema í heilabúi Jóhannesar. Páli skipstjóra Steingrímssyni var aftur byrlað 3. maí 2021. Síma hans var stolið og færður á Efstaleiti til afritunar. Fyrir byrlun keypti Þóra Arnórsdóttir Samsung-síma, samskonar og Páls, og fékk á hann símanúmer keimlíkt Páls,  680 2140 en sími skipstjórans hafði númerið 680 214X.Fréttir birtust samtímis í Stundinni og Kjarnanum morguninn 21. maí 2021 með vísun í gögn úr síma skipstjórans. Allt liggur þetta fyrir í formi gagna og málsskjala. Enginn heilaspuni líkt og í Namibíumálinu heldur grjótharðar staðreyndir.

Ásetningur og skipulag er yfir og allt í kring um byrlunar- og símastuldsmálið. Hvorki Þórður Snær né aðrir sakborningar hafa gert grein fyrir aðkomu sinni að málinu. En Þórður Snær barmar sér reglulega yfir lögreglurannsókn sem hann kallaði yfir sig sjálfur.

Skildu eftir skilaboð