Ómar Hallsson [1948-2024] er látinn, 76 ára. Valgarður Ómar Hallsson var veitingamaður á vinsælum veitingastöðum Naustinu, Þórscafé, Valhöll á Þingvöllum, stofnaði Ránina á Skólavörðustíg.
Kollegar minnast Ómars sem eins flottasta veitingamanns sinnar tíðar, afburða fagmanns. Hann var einn þeirra sem galt dýrt í efnahagshruninu 1983 þegar verðbólga fór í 130%. Þá fór Ómar til Ameríku og varð veitingamaður í Kastalanum; Castle Inn í Dallas skammt frá Willkes-Barre í A-Pennsylvaínu. Hann bjó síðasta rúma áratuginn í Myrtle Beach í S-Karólínu.
Ómar Hallsson er bróðir hins landskunna blaðamanns Halls Hallssonar sem er fastur penni hér á Fréttinni.
Fréttin sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda.
Blessuð sé minning Ómars.