Skipstjórinn auglýsir eftir nöfnum

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Vorið 2021 var Páli skipstjóra Steingrímssyni byrlað og síma hans stolið að undirlagi þriggja fjölmiðla: RÚV, Stundarinnar og Kjarnans (RSK-miðla). Lögreglurannsókn leiddi til þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu í febrúar 2022.

Ungliðadeildir Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins boðuðu til mótmælafundar á Austurvelli. Andmælt var að  lögregla kallaði til ,,yfirheyrslu fjölmiðlafólk fyrir gagnrýna umfjöllun með erindi til almennings er óásættanleg skerðing á tjáningarfrelsi," sagði í frétt á vísi.is

Ungmennin gerðu ekki greinarmun á byrlun og þjófnaði annars vegar og hins vegar ,,gagnrýnni umfjöllun." Í umræðunni um lögleysu blaðamanna er öllu snúið á haus. Lögbrjótar og misindismenn eru vegsamaðir en þolendur hrakyrtir.

Ljósmynd er til af skipuleggjendum mótmælanna. Páll skipstjóri birtir ljósmyndina á Facebook-síðu sinni og óskar eftir nöfnum. Skipstjórinn viðar að sér efni í bók.

Þegar byrlunar- og símastuldsmálið verður gert upp er hætt við að margir skammist sín fyrir að taka málstað gerenda gegn brotaþola.

Skildu eftir skilaboð