Í upphafi skyldi endirinn skoða

frettinErlent, Jón Magnússon, KosningarLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Af ótta við stórsigur hægra fólks í frönsku þingkosningunum gerði hinn lánlausi Frakkaforseti Macron bandalag við kommúnista og öfgavinstrið. Afleiðingin er að Vinstrið sigraði og Macron stendur uppi með þá sem ráðandi afl nema hann kúvendi og snúi sér til Þjóðfylkingarinnar um stuðning. 

Það er jafnan talað um öfgahægrið í Frakklandi og þá talað um Þjóðfylkinguna. En engin fréttamiðill talar um öfgavinstrið. Samt sem áður er það nú svo, að öfgavinstrið ræður nú för með stuðningi Macron. Það getur ekki endað nema á einn veg. Stórsigur frönsku þjóðflylkingarinnar í næstu kosningum eftir óstjórn öfgavinstrisins í Frakklandi.

Þetta kjörtímabil verður Frökkum dýrt og ríkisskuldirnar geta þá orðið á pari við það sem Giorgiana Meloni tók við á Ítalíu og er að laga til eftir óstjórn vinstri aflanna. 

Það væri þó aldrei að það verði hlutskipti hins svokallaða „öfga hægris“ að koma reiðu á hlutina og sinna því hlutverki í efnahagsstjórn sem venjulegir hægri flokkar gerðu áður en þeir fóru á bak vinstra tígrisdýrinu. Já og lentu flestir inn í því  eins og segir í afrískum málshætti að þeir geri sem fari í slíkan reiðtúr. . 

Skildu eftir skilaboð