Dómari vísar frá ákæru á hendur Alec Baldwin vegna leyndra sönnunargagna

frettinErlent1 Comment

Dómari vísaði öllum ákærum á hendur Alec Baldwin frá í dag eftir að verjendur hans vísuðu í meint misferli stjórnvalda.

Dómarinn Mary Marlowe Sommer vísaði málinu frá með sem þýðir að saksóknarar geta ekki áfrýjað málinu.

Í janúar var Alec Baldwin ákærður af kviðdómi vegna ákæru um manndráp af gáleysi í hinni banvænu „Rust“ skotárás.

Á síðasta ári var Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi í tveimur tilvikum fyrir að hafa skotið Halyna Hutchins til bana.

Halyna Hutchins.

Baldwin skaut og drap hina 42 ára Halyna Hutchins og særði hinn 48 ára gamla Joel Souza á kvikmyndasettinu „Rust“ í Santa Fe í Nýju Mexíkó í október 2021.

Verjendur Baldwin sökuðu ríkissaksóknara um að leyna sönnunargögnum og í framhaldi vísaði dómarinn ákærunum frá.

Baldwin brotnaði niður fyrir rétti eftir að dómarinn vísaði ákærunum frá og var því ljóst að honum var mikið létt, en hann hefur sagt opinberlega að málið hafi haft mikil og djúpstæð áhrif á sig og fjölskyldu sína.

One Comment on “Dómari vísar frá ákæru á hendur Alec Baldwin vegna leyndra sönnunargagna”

  1. Þetta er nú meiri sirkusinn!
    Hvernig það er hægt að ákæra leikara sem fær hlaðna byssu frá þeim sem ráða settinu er hreint með ólíkindum!

    Er ekki ábyrgð leiksjórans meiri fyrir þessum harmleik enn leikarann?

Skildu eftir skilaboð