Óhætt að segja að opnunarhátíð Ólympíuleikanna hafi vakið hörð viðbrögð hjá fólki um allan heim og stefnir í að hátíðin verði sú umdeildasta frá upphafi.
„Nakti blái maðurinn“ sem lék í hinni undarlegu Síðustu kvöldmáltíð á opnunarhátíð Ólympíuleikanna, þar sem gert er stólpagrín af síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists og lærisveinanna, hefur opnað sig um umdeilda guðlasts-atriðið.
Franski leikarinn og söngvarinn Phillippe Katerine segist hafa verið að leika hlutverk gríska vínguðsins Dionysos sem endursköpun á hinni frægu biblíusenu Jesú Krists og tólf lærisveina hans sem deildu síðustu máltíðinni fyrir krossfestinguna.
Andkristna eftirlíkingin á Ólimpíuleikunum, innihélt hóp dragdrottninga og trans módela, og hefur atriðið valdið hneykslan á meðal kristinna manna víðs vegar um heiminn og víðar, mönnum er misboðið vegna guðlastsins. Menn spyrja sig hvernig viðbrögðin hefðu verið ef að gert hefði verið álíka stólpagrín að Múhammed spámanni múslima.
Katerine vísar gagnrýninni á bug og sagði við BFM TV: „Það væri ekki gaman ef engar deilur væru. Væri það ekki leiðinlegt ef allir væru sammála á þessari plánetu?'
Leikarinn gefur því lítið fyrir gagnrýnina og skrumskælinguna á helgimyndinni af síðustu kvöldmáltíðinni, eftir Leonardo da Vinci:
„Þetta eru nú bara fyrirsætur, dansarar, tískutákn og dragdrottningar frá gestgjafaþjóðinni, þau söfnuðust saman á brú yfir höfuðborgarána í kringum borð, sem einnig var sýningarpallur,“ segir Katerine.
Netverjar urðu margir hverjir ringlaðir og spurðu sig hvort túlkun Katerine sem Dionysus, væri ekki líkari „bláum strumpi.“
Kaþólska kirkjan í Frakklandi er einnig gagnrýnin atriðið, og sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu franskra biskupa: „Þessi athöfn hefur því miður falið í sér sviðsmyndir af háði við kristna menn og kristintrúnna, sem við hörmum innilega.“
Elon Musk eigandi X, tjáði sig um atriðið og segir að andkristna atriðið á síðustu kvöldmáltíðinni væri „mikil óvirðing við kristna menn, “ og bætti við: „Kristnin er orðin tannlaus.“
Kaþólski biskupinn Robert Barron frá Bandaríkjunum brást við guðlastinu og birti myndband: „Ég elska Ólympíuleikana, svo ég kveiki á opnunarhátíð Ólympíuleikanna. Og hvað sé ég núna? Það er í París í Frakklandi, borg sem ég elska, ég eyddi þremur árum sem doktorsnemi þar.
„Nú blasir við mér gróft háða að síðustu kvöldmáltíðinni og ég ætla ekki að lýsa því frekar.
„Frakkland segist vera að leggja sitt besta fram í menningarmálum, er þetta aðferðin þeirra, að hæðast að þessu mikilvæga augnabliki, þar sem Jesús í síðustu kvöldmáltíð sinni gefur líkama sinn og blóð í aðdraganda krossfestingarinnar?“
„Nú myndi ég vilja leggja fram spurningu, og við vitum öll svarið við henni, hefðu þeir nokkurn tíma þorað að hæðast að íslam á svipaðan hátt. Hefðu þeir nokkurn tímann gert lítið úr Kóraninum á svo grófan og opinberan hátt? Og eins og ég segi við vitum öll svarið,“ segir biskupinn.
One Comment on “Mikil reiði vegna andkristins atriðis á opnunarhátíð Ólimpíuleikanna”
Viðurstyggð guðleysingjanna er öllum opinber, og þeir telja sig friðhelga, en það styttist í Dómsdag, og þessu fólki verður vísað til sinna heimkynna í Helvíti. „Vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunnar og margir sem fara þar inn. Þröngt er það hlið og mjór sá vegur sem liggur til lífsins og fáir sem finna hann.“ (Matteus 7:13-14)