Hödd Vilhjálmsdóttur hótað eftir að hún vakti athygli á andláti flugmanns

frettinInnlendar3 Comments

Hödd Vilhjálmsdóttur hefur borist hótunarskilaboð eftir hún greindi opinberlega frá andláti ungs flugmanns, sem tók eigið líf. Flugmaðurinn sem hét Sólon Guðmundsson og var 28 ára gamall, skrifaði afar sorglegt bréf sem hann skildi eftir sig, má sjá brot úr því hér sem Hödd birti einnig:

„Ég er ekki að taka mitt eigið líf því ég veit upp á mig sökina og skammast mín. Ég er að taka mitt eigið líf því ég treysti mér ekki til að lifa lengur og þegar maður hefur ekki vonina né viljann þá er vonlaust að halda áfram. Mig langar ekki að deyja en èg held að þetta myndi alltaf koma í veg fyrir að ég gæti átt lífið sem mig langar. Ég vona að eitthvað gott komi úr andláti mínu, því lífið var víst til lítils. Takk fyrir hjálpina”.


Hödd greinir frá því á Stöð 2, að Sólon hafi kvartað undan einelti tveggja kvenna sem starfa hjá Icelandair, sem hafi  stigmagnast og sögurnar orðið rætnari og einnig farið á kreik út fyrir félagið.

Málið endaði með því að Sóloni voru gefnir tveir kostir, þ.e. að segja upp eða hann yrði rekinn, hann valdi þann fyrrnefnda en fannst svo látin tveimur dögum síðar, hann fékk aldrei að vita hverjar ásakanirnar voru.

Sólon hafði starfað í sex ár hjá flugfélaginu og rak jafnframt markaðsfyrirtæki er snýr að snilldarlausnum sem ýmis fyrirtæki hafa nýtt sér.

Rúdolf Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur, sem Sólon leitaði til að áeggjan stéttarfélagsins og sat með honum tvo fundi hjá Icelandair. Hann segir að Sólon hafi upplifað vanmátt og hjálparleysi gagnvart stjórnendum hjá mannauðsdeild Icelandair. Þá er það skoðun Rúdolfs að málsmeðferðin hafi verið í skötulíki.

Nú hefur Hödd greint frá því á facebook síðu sinni að henni hafi borist hótanir vegna málsins sem komið er á borð lögreglu.

Færsluna má sjá hér neðar:

3 Comments on “Hödd Vilhjálmsdóttur hótað eftir að hún vakti athygli á andláti flugmanns”

Skildu eftir skilaboð