Kamala Harris flytur 12 mínútna ræðu eftir að hafa yfirgefið stuðningsmenn sína á kosningavökunni

frettinErlent, KosningarLeave a Comment

Kamala Harris hringdi í Trump forseta eftir að úrslitin voru ljós, til að óska ​​honum til hamingju með stórsigurinn.

Spár gera ráð fyrir að Trump hljóti að minnsta kosti 312 kjörmenn. Hann vann einnig vinsældaratkvæðin.

Kamala Harris flutti ávarp sitt síðdegis, eftir að hún yfirgaf kosningavökuna á þriðjudagskvöldið.

Harris sendi kosningastjóra sinn, Cedric Richmond, til að segja mannfjöldanum að fara heim þegar hún áttaði sig á ósigrinum. Gert hafði verið ráð fyrir að hún héldi ræðu, sem ekkert varð af.

Eftir að hafa ekki sést í næstum sólarhring, ávarpaði Harris stuðningsmenn sína, en talaði einungis í 12 mínútur sem þykir heldur stuttur tími.

Ávarpið má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð