Það vakti athygli að RÚV var að venju með fréttateymi sitt í Bandaríkjunum til að fylgjast með forsetakosningunum. Björn Malmquist fréttamaður var staddur á kosningavöku Kamölu Harris í Pennsylnavíu, en lét ekki sjá sig á kosningavöku Trump. Þá var Visir og Stöð2 einnig með fréttateymi á sama stað, og heimsóttu þau einungis kosningavöku Harris líkt og RÚV og virðast úrslitin hafa komið þeim í opna skjöldu, mátti greina vonbrigði hjá fréttamiðlunum. Einungis spilað 18 sek. innslag úr sigurræðu Trump í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi, úr ræðu sem tók tæpan hálftíma, ekki var greint frá helstu áherslumálum vinsæla forsetans í fréttatímanum, sem einnig vann vinsældaratkvæði kosninganna.
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, stóð hinsvegar uppi sem sigurvegari í kosningunum í Bandaríkjunum árið 2024.
Hin ótrúlega pólitíska endurkoma Trumps leiddi til þess að hann tryggði sér annað kjörtímabil í Hvíta húsinu, með afgerandi sigri.
Eftir að hafa tryggt sér þægilegt forskot á Harris í atkvæðagreiðslunni, flutti Donald Trump sigurræðu í Flórída þar sem hann þakkaði fjölskyldu sinni og meðlimum kosningateymisins, fyrir að hjálpa honum að tryggja meirihluta meðal bandarískra ríkja.
Þakkaði fyrir samstöðuna og stuðninginn
Fyrsti maðurinn sem Trump þakkaði í sigurræðu sinni var Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann tilkynnti að Donald Trump væri formlega „kjörinn forseti“ Bandaríkjanna.
„...þið eigið frábær öldungadeild og frábæra nýja öldungadeildarþingmenn, og það lítur út fyrir að við munum halda stjórn á fulltrúadeildinni, og fyrir það vil ég þakka Mike Johnson. Mér finnst hann standa sig frábærlega,“ sagði Trump.
Næsta manneskja sem hann nefndi í sigurræðu sinni var eiginkona hans Melania Trump, sem verður forsetafrú Bandaríkjanna í annað sinn. Hann þakkaði Melaniu fyrir að skrifa mest seldu bók landsins um þessar mundir, og fyrir alla vinnu hennar á meðan á kosningabaráttunni stóð.
Trump minntist fjölskyldu sinnar í sigurræðu sinni og sagði: „Ég vil þakka allri fjölskyldunni minni, og yndislegu börnunum mínum, þeim Don, Eric, Ivönku, Tiffany, Barron, Lauru, Jared, Kimberly og Michael, takk allir. Þvílík hjálp.”
Síðan óskaði hann varaforsetaefni sínu JD Vance til hamingju. „Ég vil vera fyrstur til að óska honum til hamingju, nú get ég sagt, varaforseta Bandaríkjanna, JD Vance, ásamt yndislegu og fallegu eiginkonu hans Usha Vance til hamingju.“
Trump þakkaði einnig tveimur mikilvægum meðlimum kosningabaráttunnar í sigurræðunni, þeim Susie Wiles og Chris LaCivita. Wiles er háttsettur pólitískur ráðgjafi Donald Trump á meðan LaCivita var kosningastjóri frambjóðanda repúblikana.
Þá þakkaði hann milljarðamæringnum Elon Musk fyrir að styðja hann í herferð sinni. „Elon Musk bjargaði mörgum mannslífum í Norður-Karólínu. Musk er snillingur. Við verðum að vernda snillinga okkar,“ sagði Trump.
Robert F. Kennedy Jr. líklega skipaður heilbrigðsráðherra
Að lokum þakkaði hann svo Robert F. Kennedy Jr. Og sagði magnaðann mann sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar, og hann muni sjá til þess að gera „Ameriku heilbrigða á ný,“ orðrétt:"He will make America healty again". Þetta slagorð hefur RFK notað að undanförnu og gefur til kynna að Trump muni skipa hann í hátt embætti, og eru taldar miklar líkur á því að hann taki við stöðu heilbrigðisráðherra.
Þá talaði Trump um mikilvægi sjálfbærni í Ameríku og að Bandaríkin eigi meiri olíu en Sádí Arabía, og það væri óþarfi að flytja inn það sem Bandaríkin eigi nóg af.
Trump fór svo yfir helstu áherslumálin og sagði:
„Þessi kosningabarátta hefur verið söguleg á svo margan hátt. Við höfum byggt upp stærsta, breiðasta, sameinaðasta bandalagið. Þeir hafa aldrei séð annað í bandarískri sögu frá upphafi. Þeir hafa aldrei séð eins marga — unga sem aldna, karla og konur, dreifbýli og þéttbýli taka höndum saman.
Vill stuðla að friði og helst ekki þurfa að nota herinn
Þetta var söguleg endurskipulagning sem sameinaði borgara af öllum uppruna um sameiginlegan kjarna heilbrigðrar skynsemi. Við erum flokkur skynseminnar. Við viljum hafa landamæri. Við viljum hafa öryggi. Við viljum að hlutirnir séu góðir, öruggir. Við viljum mikla menntun. Við viljum sterkan og öflugan her. Og helst að þurfa ekki að nota hann. Þið vitið, við háðum ekkert stríð í þau fjögur ár sem ég stjórnaði, við áttum í engu stríði, nema við tókum ISIS á mettíma En það var sagt um mig: "Hann mun hefja stríð." það var rangt, ég ætla ekki að hefja stríð. Ég ætla að hætta stríði og stuðla að friði.
En þetta er líka gríðarlegur sigur fyrir lýðræðið og fyrir frelsi. Saman ætlum við að opna dýrðleg örlög Ameríku og við ætlum að ná bjartri framtíð fyrir fólkið okkar. Í gær stóð ég á síðastu samkomu minni, geturðu trúað því?
Ég held að við höfum haldið 900 kosningafundi, en nú erum við að fara í eitthvað sem er miklu mikilvægara, nú erum við komin í þá stöðu þar sem við getum raunverulega hjálpað landinu okkar. Það er það sem við ætlum að gera. Við ætlum að gera landið okkar betra en það hefur nokkru sinni verið.“
Þakkar Guði líf sitt og ætlar að standa við loforðin
Margir hafa sagt mér að Guð þyrmdi lífi mínu af ástæðu. Og sú ástæða var til að bjarga landinu okkar og endurreisa Ameríku til mikils. Og nú ætlum við að uppfylla það verkefni, saman. Við ætlum að klára það verkefni. Verkefnið sem bíður okkar verður ekki auðvelt, en ég mun koma nota alla mína orku, anda og baráttu sem ég hef til að ljúka því starfi sem þið hafið falið mér.
Þetta er frábært starf. Það er ekkert starf eins og þetta. Þetta er mikilvægasta starf í heimi. Rétt eins og ég gerði á mínu fyrsta kjörtímabili áttum við frábært fyrsta kjörtímabil. Frábært, fyrsta tímabil mitt. Ég mun stjórna eftir einföldu kjörorði: "Loforð gefin, loforði framfylgt."
Við ætlum að standa við loforð okkar. Ekkert mun hindra mig í að standa við orð mín við ykkur, fólkið. Við munum gera Bandaríkin örugg, sterk, velmegandi, öflug og frjáls aftur. Og ég bið alla borgara um allt land okkar að taka þátt í þessari göfugu og réttlátu viðleitni.
Kominn tími til að leggja niður deilur
Það er kominn tími til að leggja deilur undanfarinna fjögurra ára að baki. Það er kominn tími til að sameinast. Og við ætlum að reyna, við ætlum að gera allt sem við getum, og það á eftir að gerast. Árangur mun leiða okkur saman. Ég hef séð það, og ég mun sjá það aftur.
Ég sá að á fyrsta kjörtímabilinu þegar okkur tókst betur og betur fór fólk að koma saman. Árangur mun leiða okkur saman og við ætlum að byrja á því að setja Ameríku í fyrsta sæti. Við verðum að setja landið okkar í fyrsta sæti í að minnsta kosti einhvern tíma. Við verðum að laga okkar vandamál. Vegna þess að saman getum við sannarlega gert Bandaríkin stórkostleg aftur fyrir alla Bandaríkjamenn.
Svo ég vil bara segja ykkur hvað þetta er mikill heiður. Ég vil þakka þér. Ég mun ekki svíkja þig. Framtíð Bandaríkjanna verður stærri, betri, djarfari, ríkari, öruggari og sterkari en hún hefur nokkru sinni verið áður.“
„Guð blessi þig og Guð blessi Ameríku“, sagði Trump að lokum.
Ræðuna í heild sinni má sjá hér neðar:
2 Comments on “Sigurræða Trump sem RÚV og meginstraumsmiðlar þegja þunnu hljóði um”
Þvílík gleði að hann rúllaði þessu….nú munu þeir sem hafa óbeit á honum fara að eiga bjartari framtíð, ég samgleðst þeim líka.
Leyfum Trump að sanna sig kæru Íslendingar 😀
Skrýtið er allt í einu ekker kosninga svindl lengur í Bandaríkjunum?