Megyn Kelly um tapara kosninganna: Frá Taylor Swift til George Clooney „Öllum er sama hvað ykkur finnst“ (myndband)

frettinErlent, Kosningar, TrumpLeave a Comment

Kamala Harris eyddi yfir einum milljarði dala í stutta, misheppnaða kosningaherferð sína og treysti að miklu leyti á áberandi meðmæli fræga fólksins. Ekkert af þessu fólki tengir við fjölskyldur sem hafa ekki efni á halda heimili eða setja mat á borðið, en JLo, Oprah og Beyoncé, telja sig geta ráðlagt slíkum fjölskyldum hvað þær þurfa.

Megyn Kelly greinir frá stóru „töpurunum“ í herferðinni 2024, allt frá Taylor Swift til The Lincoln Project.

Einn af stóru töpurnum eru stjörnurnar. Við komum inn á þetta í gær, segir Megyn Kelly:

„Beyoncé, tapari. Oprah, mikill tapari. Jlo, „Þú skiptir máli. Þú skiptir máli. "Loser," Öllum er sama hvað ykkur finnst."

„Ef þú vilt tala við mig um hvað það er sem þú ert að gera við húðina á þér, þá er ég alveg með. Áfram þú og þá nærðu athygli minni. En ef þú vilt segja mér hvern ég á að kjósa eða hvað er að gerast í efnahagsmálum eða innflytjendamálum, vinsamlegast hafðu þig hægan, öllum er sama. Okkur langar til að vita hvað gerðist á milli þín og Ben Affleck, hvað gerðist á milli þín og P. Diddy, nákvæmlega hvað þú ert að gera við rassinn þinn og hvernig þú heldur húðinni þinni svona ljómandi. Það mun enda listann yfir hluti sem okkur þykir áhugavert um þig.......  JLo (Jennifer Lopez.)...

Kelly lætur þau Taylor Swift, Juliu Roberts, George Clooney og fleiri hafa það óþvegið, og nokkuð ljóst að stjörnurnar er ekki eins áhrifamiklar og þær virðast hafa talið sig, þegar kemur að forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Myndbandið má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð