Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Í spjallþættinum Ein pæling segir Svandís berjast fyrir réttindum kvenna. Bloggari hefur ekki séð það en fylgist þó alveg ágætlega með.
Svandís státar sig síðan af því að hafa komið lögum um kynrænt sjálfræði í gegn. Lögum sem ganga á réttindi kvenna og stúlkna. Réttindi sem heimila karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, til að nota sama búningsklefa og þær. Réttindi til karlanna, sem skilgreina sig sem konu, að nýta öll einkarými kvenna. Íþróttir og eins og í útlöndum verður sennilega ekki langt að bíða þar til fangelsin og kvennaathvörfin verða fyrir barðinu á þessum lögum.
Hún talar um intersex af mikill fáfræði. Ótrúlega mikilli fáfræði og augljóst að hún lætur trans hugmyndafræði mata sig á upplýsingum. Intersex er regnhlífaheiti af kvillum sem eru í litningum manna og 5-15 börn í Noregi fæðast með þennan kvilla. Noregi sem hefur um 9 milljónir íbúa.
Nei Svandís Svavarsdóttir berst ekki fyrir réttindum kvenna þó hún haldi það sjálf. Hún gerði grín að konum sem kæra sig ekki um þessa tegund af karlmönnum inn á salernin, sagði að hún hafi fengist við stærri mál en það.
Hennar flokkur, Vg, stuðlar líka að nauðgun íslenskrar tungu af því þau halda að líffræðilegt og málfræðilegt kyn séu eitt og hið sama. Held þau viti betur.