Bað Þórður Snær Rannveigu, Guðmund Karl og Kolbrúnu fyrirgefningar?

frettinInnlent, PeningaþvættiLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Þórður Snær frambjóðandi Samfylkingar skrifaði á opinberan vettvang rætinn texta um konur almennt. Hann skrifaði einnig um nafngreinda einstaklinga. Þingmannsefnið hefur allan sinn feril sýnt af sér sömu stílbrigðin og hann tamdi sér sem ungur maður.

Um Rannveigu Rist forstjóra skrifaði þingmannsefnið:

„Stund­um get ég verið ham­ingju­sam­ur. Og ber­sýni­leg eit­ur­lyfja­neysla Rann­veig­ar Rist, álfrú­ar­inn­ar, gleður mig óend­an­lega mikið. Eða ég gef mér að hún sé und­ir áhrif­um henn­ar vegna því ann­ars daðrar hún lík­lega við að vera þroska­heft.“

Und­ir sömu færslu er að finna mynd af Rann­veigu skera sneið af tertu. Í mynda­texta seg­ir orðrétt: „Álfrú­in sker sér sneið af cont­al­gen tertu.“

Færslurnar um Rannveigu rötuðu á borð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Þegar kæra Rannveigar var borin undir Þórð Snæ vildi hann ekki kannast við höfundarverk sitt. Á Vísi er haft eftir ritstjóranum:

Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni.
Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist.

Þegar upp komst um rætinn verðandi ritstjóra greip hann til ósanninda, þetta var ekki ég heldur einhver annar, líklega heimildarmaður sem ekki má nafngreina.

Um Guðmund Karl Brynjarsson sóknarprest og Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamann skrifaði Þórður Snær:

Annar sambýlismaður minn var með kærustuna sína í heimsókn frá BNA hér um daginn. Hún leit út eins og afkvæmi Gumma-Kalla og Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Hún var eins og leirklumpur standandi á tveimur mars-stykkjum. Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit

Siðfræðingur segir á Vísi að Þórður Snær ,,þyrfti jafnvel að biðja fólk fyrirgefningar, því það eru þarna nafngreindir einstaklingar."

Sjálfur er Þórður Snær fljótur að krefja aðra um að biðja sig afsökunar, sé orði á hann hallað. Ritstjórinn krafði bloggara um afsökun þegar tilfallandi sagði Þórð Snæ eiga aðild að refsimáli þar sem hann var sakborningur og er enn. Tilfallandi varð ekki við kröfu Þórðar Snæs sem hóf málssókn og heimtaði 1,5 m.kr. fyrir æru sína. Þingmannsefnið hafði sigur í héraðsdómi og sagði þá þessi fleygu orð:

það má ekki segja hvað sem er um hvern sem er, hvenær sem er, hvar sem er

Ritstjórinn er fjarska meðvitaður, að ekki sé sagt hörundssár, um eigið orðspor. En hann telur sig hafa heimild til illvígrar atlögu að orðspori annarra, bæði með rætnum bloggfærslum undir dulnefninu ,,þýska stálið" og í fréttum sem fremur eru byggðar á skáldskap en traustum heimildum. Landsréttur ómerkti héraðsdóminn; það má gagnrýna menn af sauðahúsi Þórðar Snæs.

Þórður Snær á aðild að byrlunar- og símamálinu, er þar sakborningur. Tilfallandi byrjaði að skrifa um málið haustið 2021 og var einn um að setja aðfarir blaðamanna í samhengi við byrlun Páls skipstjóra, stuldi á síma hans og afritun. Ritstjórinn skrifaði leiðara 18. nóvember 2021 undir fyrirsögninni Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar. Þar valdi hann bloggara hin verstu nöfn, ,,skítugur maður með rætna blogg­síðu sem hann notar til að ljúga upp á fólk og gera þeim upp mein­ing­ar." Þórður Snær klykkti út með ósannindum: ,,Til að taka af allan vafa: það er eng­inn blaða­maður til rann­sóknar". En það var lögreglurannsókn á Þórði Snæ og félögum, fyrsta yfirheyrsla fór fram í byrjun október 2021. Í febrúar 2022 fengu blaðamenn stöðu sakborninga, ritstjórinn þar á meðal. Ritstjórinn fór enn og aftur með vísvitandi ósannindi þegar hann fullyrti að engin lögreglurannsókn stæði yfir.

Stílbrigði Þórðar Snæs haustið 2021 eru þau sömu og þegar hann níddist nafnlaust á Rannveigu Rist, Guðmundi Karli og Kolbrúnu Bergþórs. Enda skrifar sami maðurinn textann. Enginn flýr sjálfan sig.

Vandamál Þórðar Snæs er hugarfarið. Drífa Snædal bendir á að ,,iðrandi karl­ar með kven­hat­ur á sam­visk­unni þurfi að gera meira en að biðjast bara af­sök­un­ar og gera lítið úr kven­h­atri sínu og krefjast þess að mál­inu sé lokið. Stærra upp­gjör þurfi til." Aðferð Þórðar Snæs er að ásaka aðra. Hann kærði Pál skipstjóra fyrir að hóta sér ofbeldi. Kæran var uppspuni frá rótum. Með kærunni vildi gerandi breyta sér í brotaþola.

Þórður Snær er snöggur upp á lagið að gera siðferðiskröfur til annarra. Hann ætti að byrja á sjálfum sér í einrúmi. Það er lítt stórmannlegt að draga heilan stjórnmálaflokk niður í eigið svínarí. Ritstjórinn fékk sæti á framboðslista Samfylkingar á fölskum forsendum, sýndi sig annan en hann í raun er. Hvað viðtengda frétt áhrærir: þarf að segja meira? 

Skildu eftir skilaboð