Örvæntingarfullir Gazabúar hella reiði sinni yfir Hamas og biðja Ísraela um að ná stjórn á Gaza-svæðinu.
Í átakanlegu myndefni sem ísraelska fréttastofan Channel 12 birti í gær, sýna andófsraddir frá Gaza-svæðinu að margir óbreyttir borgarar kenna Hamas um þjáningar sínar, þar sem stríðið við Ísrael hefur haldið áfram í meira en ár.
Kona ein blossaði upp af reiði og öskraði: „Ef ég sé Hamas hryðjuverkamann, mun ég rífa hann í tætlur. Megi Guð hefna sín á Hamas!“
Í næsta myndbandi var unglingspiltur grátandi í mikilli neyð: „Ég vona að gyðingarnir drepi þá. Gyðingar eru betri en þeir [Hamas], gyðingar gefa okkur mat og allt og leyfa okkur að hafa mannúðargang. Megi Guð hefna sín á Hamas!“
Ummæli konunnar héldu áfram, og hrópar hún í örvæntingu: „Hamas tók son minn! Hamas tók son minn! Hvert fóru þeir með hann? Hvers vegna tóku Hamas son minn frá mér? Hvað gerði hann þeim? Hvað hafa þeir gert við Gaza-svæðið? Hamas eyðilagði líf okkar!."
Önnur kona segir: „Hamas eyðilagði okkur, Hamas tók alla hjálp frá okkur, þeir hirtu allt. Bölvuð Hamas-stjórn – Hamas eru hryðjuverkamenn. Þurrkið Hamas af yfirborði jarðar!“
Maður á hækjum segir: „Hamas eru ræflar, þetta eru ISIS hryðjuverkasamtök - jafnvel verri en ISIS. Fjandinn hafi þá. Andskotans Sinwars, sonur tíkar (b**ch.)“
Hann tjáði sig um fótinn og ástæðuna fyrir hækjunum og útskýrði: „Það er Hamas, Hamas skaut okkur.
"Hamas skaut þig?" spurði spyrillinn undrandi.
„Já, Hamas, þessir ræflar.
„Skaut þig í fótinn?“
„Já, til að stela hjálpargögnum okkar, aumingjar. Við höfum ekkert að borða, þeir stela öllu steini léttara og þeir fela sig.“
Annar maður hélt áfram af mikilli reiði í garð leiðtoga þeirra: „Hann er í Katar, ræfillinn, talar og borðar, og líttu á okkur!“
Ung kona hrópaði: „Megi Guð gera upp við Hamas. Megi Guð hefna sín á Hamas. Þeir eyðilögðu líf okkar, líf barna okkar, þeir eyðilögðu húsin okkar. Við áttum líf áður. Við viljum að þið ráðið hér. Við viljum ekki Hamas. Öll þjóðin hatar Hamas. Þeir særa okkur öll. Megi Guð hefna sín á þeim, Sinwar - megi Guð brenna þá í gröfinni.“
Önnur kona hrópaði: „Ég sver að ég var ánægð þegar þið drápuð Sinwar, hann eyðilagði allt og drap börnin okkar.“
Ísrael hefur átt í stríði við Hamas síðan 7. október 2023, þegar hryðjuverkasamtökin réðust inn í Ísrael, í lofti og á sjó og drápu um það bil 1.200 Ísraela og rændu 251 gísla til Gaza, 97 þeirra eru enn í haldi.
Tugir þúsunda hafa verið drepnir á Gaza næstum helmingur (yfir 21.500) þar af voru Hamas-hryðjuverkamenn samkvæmt Ísraelska varnarmálaráðuneytinu.