Fylgdarlausu hlaupastrákarnir

frettinInnlent, Jón Magnússon2 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Yfir 40 hlaupastrákar komu til landsins og sögðust vera á aldrinum 15-18 ára til að vera flokkaðir sem fylgdarlaus börn. Ekki fer fram aldursgreining á þeim, vegna vinstri slagsíðu löggjafarinnar. 

Þeir koma í þeim eina tilgangi að troða sér inn á kerfið á fölskum forsendum til að sækja um að fjölskyldusameiningu og þá kemur stórfjölskyldan 20 manns eða fleiri. Ekki er krafist DNA rannsókna til að kanna skyldleika eins og í Noregi. 

Vaskur lögreglustjóri á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson kemur auga á vandann og segir að hælisleitendakerfið sé misnotað eins og annað í velferðarríkinu. Hvað ætlum við lengi að láta haf okkur að fíflum?

Hvað er þá til ráða? Vísa þeim öllum úr landi á flugvellinum þar sem þeir koma frá öruggum löndum og enginn þeirra að sækja um alþjóðlega vernd hér á grundvelli eigin þarfa. 

Við getum haldið áfram að láta hafa okkur að fíflum og flytja inn fátækt, örbirgð og framtíðarvandamál eins og framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar bendir réttilega á í viðtali í Mbl. Til að komast hjá því er um þrjá valkosti að ræða í kosningunum á laugardaginn. Kjósa Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins eða Miðflokkinn (nema í Reykjavík norður þar sem open border frambjóðandi er í 2. sæti).

Vilji fólk ná tökum á húsnæðisvandanum og  fátæktarvandanum þá þarf snör handtök en ekki vettlingatök Viðreisnar og Samfylkingar.

2 Comments on “Fylgdarlausu hlaupastrákarnir”

  1. Ástæðan fyrir því að Miðflokkurinn fær ekki mitt atvkæði er að þeir sendur Arnar Þór í burtu en buðu Jakob Frímann Magnússyni annað sæti í Reykjavík Norður .. Vel gert Miðflokksmenn…

  2. Jón Magnússon hvernig er hægt að kjósa XD þegar það hefur verið á hans vakt að flóðgátt af hælisleitendum hefur komið hingað og kostað okkur tugi milljarða á ári að halda þessu liði uppi. Ekki bara það heldur hefur XD ýtt Íslandi enn lengra inn í deilu Úkraníumann/Globalista sem er enn í fullum gangi þökk sé vopnasalanum Þórdísi Kolbrúnu. Guðlaugur Þór ætlar að ofurselja sig og íslenskuþjóðinni í vindmyllu svikamylluna þegar vitað er að þær virka ekki og Norðurlöndin eru að gefast upp á þeim. Nei Jón! Þú gætir ekki borgað mér nógu mikið til að kjósa þennan hryllingsflokk.

Skildu eftir skilaboð