Páll Vilhjálmsson skrifar:
Meginþorri kjósenda er með heilbrigðismál sem mikilvægasta málaflokkinn, samkvæmt viðtengdri frétt. Stórt vandamál í heilbrigðisgeiranum er útlendingar sem hingað koma á fölskum forsendum.
Útlendingar sækja í velferðarkerfið hér á landi. Innviðir eins og heilbrigðisþjónustan eru ekki gerðir fyrir óheft aðstreymi útlendinga í íslenska velferð. Frétt í gær, um innflutning á fátækt, á einnig við um heilbrigðismál. Innfluttur heilbrigðisvandi er þegar æ fleiri sækja í þjónustu sem vex ekki í takti við aukna eftirspurn.
Kjósendur sem telja heilbrigðismál mikilvægasta málaflokkinn ættu ekki að greiða stjórnmálaflokkum atkvæði sem tala fyrir opnum landamærum og óheftu aðstreymi útlendinga í íslenska velferð. Atkvæðinu er betur varið til stjórnmálaflokka sem vilja virkt landamæraeftirlit og koma í veg fyrir misnotkun á velferðaþjónustunni.