Kærir RÚV til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna samkeppnisbrota

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fjölmiðlar1 Comment

Frjálsi fjölmiðillinn Útvarp Saga hefur kært Ríkisútvarpið (RÚV) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Frá því greinir Útvarp Saga á vef sínum í kvöld. Ástæðan ku vera sú að íslensk stjórnvöld heimila RÚV að vera á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að vera á fjárlögum, en það skekki samkeppnisstöðu annarra fjölmiðla gagnvart RÚV.  Menningar- … Read More

Orkukreppan í ESB: Írar kynda á ný með mó

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Loftslagsmál, Orkumál, UmhverfismálLeave a Comment

Orkukreppa í Evrópusambandinu samfara miklum kulda hefur orðið til þess að á Írlandi er farið að kynda aftur með mó. Frá því sagði breska blaðið The Guardian.  Þar með séu nýlegar áætlanir um vernd mósvæða og mýra hugsanlega farnar út um þúfur á Írlandi. Kynding með mó kosti meðalheimili um það bil 500 evrur árlega, á meðan að kynding með … Read More

Þrír fallnir í árásum á rússneska herflugvelli

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Þrír vélvirkjar rússneska hersins létu lífið og fjórir slösuðust þegar úkraínski herinn gerði drónaárásir á herflugvellina í Saratov og Ryazan í Rússlandi í gærmorgun, hafði RIA Novosti eftir tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti landsins í gær. „Að morgni 5. desember, gerði Kænugarðsstjórnin tilraun til árásar á mannlaus loftför frá Sovét-tímanum, á Diaghilevo-herflugvellinum í Ryazan og Engels-herflugvellinum í Saratov,“ á að hafa sagt … Read More