Victoria fylki í Ástralíu neyðist til að birta skjöl stjórnvalda um takmarkanir á Covid og ströngum lokunum eftir að hafa reynt að halda þeim leyndum fyrir almenningi í fjögur ár. Frjálslyndi stjórnmálamaðurinn David Davis hefur barist fyrir því, að skjölin verði gerð opinber og núna hefur starf hans skilað árangri.
Dagblaðið ABC News greinir frá því, að leynileg skjöl stjórnvalda um ákvarðanirnar að baki ströngum sóttkvíarreglum verði gerð opinber – eftir fjögurra ára lagadeilur. Skjölin tilheyra ástralska ríkinu Victoria, sem í upphafi heimsfaraldursins kynnti einar ströngustu takmarkanir heims til að „koma í veg fyrir útbreiðslu smits.“
Fólk dó að óþörfu
Frjálslyndi stjórnmálamaðurinn David Davis, krafðist þess þegar ár 2020, að skjölin verði gerð opinber og ástæðurnar að baki hinum hörðu þvingunum verði miðlað til almennings. ABC News gat ekki náð í Davis til að tjá sig, en stjórnarandstöðuleiðtoginn John Pesutto sagði í yfirlýsingu:
„Fólk dó að óþörfu, við þekkjum það frá sóttkví hótela, við vitum að mörgum fyrirtækjum var lokað að óþörfu með opinberum fyrirmælum sem bönnuðu þeim að starfa. Fólk á rétt á að fá að vita.“
Heilbrigðisráðuneytið hefur barist fyrir því í langan tíma, að þúsundir blaðsíðna verði haldið leyndum og sögðu að „það yrði óeðlilegt að nota fé til slík og yrði dýrt að birta gögnin. Dómarinn Caitlin English dómari taldi það ekki vera nægjanlega afsökun til að halda gögnunum leyndum áfram.