Halla Tómasdóttir kjörin sjöundi forseti Íslands

Gústaf SkúlasonInnlent, Kosningar1 Comment

Landkjörstórn tilkynnti niðurstöðu forsetakosninganna núna um hádegið í dag:

„Það til­kynn­ist hér með skv. 107. gr. kosn­ingalaga nr. 112/​2021 að niðurstaða taln­ing­ar at­kvæða við for­seta­kjör þann 1. júní 2024 er svohljóðandi:“

Gild at­kvæði: 214,318

 • Arn­ar Þór Jóns­son 10,881 at­kvæði, eða 5.05%
 • Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir 394 at­kvæði, eða 0.18%
 • Ástþór Magnús­son Wium 465 at­kvæði, eða 0.22%
 • Bald­ur Þór­halls­son 18,030 at­kvæði, eða 8.36%
 • Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son 101 at­kvæði, eða 0.05%
 • Halla Hrund Loga­dótt­ir 33,601 at­kvæði, eða 15.58%
 • Halla Tóm­as­dótt­ir 73,182 at­kvæði, eða 33.94%
 • Helga Þóris­dótt­ir 275 at­kvæði, eða 0.13%
 • Jón Gn­arr 21,634 at­kvæði, eða 10.03%
 • Katrín Jak­obs­dótt­ir 53,980 at­kvæði, eða 25.03%
 • Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir 1,383 at­kvæði, eða 0.64%
 • Vikt­or Trausta­son 392 at­kvæði, eða 0.18%
 • Auðir seðlar 803 at­kvæði, eða 0.37%
 • Ógild­ir seðlar af öðrum ástæðum 514 at­kvæði, eða 0.19%
 • Sam­tals auðir og ógild­ir 1,317 at­kvæði, eða 0.61%

Sam­tals voru at­kvæðin 215,635 en fjöldi kjós­enda á kjör­skrá eru 266,935. Kjör­sókn var því 80.8%. Helmingur frambjóðenda hlutu atkvæði undir 1.500 sem er tala meðmælenda sem þarf að skrá til að geta tekið þátt í framboði.

Landkjörstjórn kemur saman þann 25. júní n.k. til að úrskurða um gildi ágreiningsatkvæða og lýsa úrslitum kosninganna. Atkvæðatölur gætu því breyst eitthvað lítillega eftir það.

Kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar lýkur 31. júlí og mun Halla Tómasdóttir hefja fjögurra ára kjörtímabil í embætti forseta Íslands þann 1. ágúst næst komandi.

One Comment on “Halla Tómasdóttir kjörin sjöundi forseti Íslands”

 1. Jæja, þá fá glóbalistarnir sýna dúkku sem er enn einn af þessum fulltrúum sem er af sjálfsögðu vita gagnslaus og mun halda áfram að hengja orður á elítuna og fylgja stefnu stjórnvalda í einu og öllu, þessi manneskja er ekkert annað enn smjaðurlegt bros og innihaldslausar umbúðir eins og forveri hennar.

  Af öllum sem voru í framboði var í rauninni bara einn heilsteyptur einstaklingur sem hafði einhverja skynsemi í kollinum og var tilbúinn að nýta þetta embætti til einhvers gagns og það var hann Ástþór Magnússon. enn auðvitað sannar þessi blessaða þjóð hvað hún er víðáttu heimsk eins og úrslit kostningana báru í för með sér, hér er öllum stundum alið á múgheimsku sem er svo auðvelt þar sem nánast enginn er lengur sjálfstætt hugsandi, svo það er auðvelt að stýra hjærðinni með skoðunarkönnunum og sjúklegu áróðurhatri fjölmiðla og stjórnvalda á þeim sem vilja bæta samfélagið og gera eitthvað af viti í bland við skynsemi.

Skildu eftir skilaboð