Hunter Biden fyrir dómsstól

Gústaf SkúlasonErlent, Mútur, SvindlLeave a Comment

Í dag hefjast réttarhöld gegn Hunter Biden syni Joe Biden. Meginmiðlar fjalla lítið um þessi réttarhöld samanborið við sjúklegan áhuga á réttarhöldum gegn Donald Trump 45. forseta Bandaríkjanna. Joe Biden er sakaður um að hafa logið um eiturlyfjafíkn sína þegar hann keypti byssu. Það er aðeins eitt af mörgum afbrotum sem sonur forsetans er sakaður um.

Fylgið hrynur af Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, eins og kemur fram í lækkandi tölum skoðanakannana. Núna bætast réttarhöld sonarins við öll önnur mál sem Biden fjölskyldan hefur gegn sér.

Sagði ekki frá eiturlyfjaneyslunni

Eins og Fox News greinir frá hefjast fyrstu réttarhöldin gegn syni Joe Biden, Hunter Biden, í dag með vali dómnefndar. Hann er sakaður um að hafa leynt fíkniefnafíkn sinni til að komast yfir vopn. Hann er ákærður fyrir þrenns konar afbrot sem m.a. felast í því að ljúga og leyna upplýsingum um fíkn sína og vera með vopn í því ástandi. Alls á Biden yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. Að auki gæti hann verið dæmdur til að greiða tugi milljóna króna.

Fleiri málsóknir

Þessi málsókn er aðeins ein af mörgum málsóknum gegn Hunter Biden. Hann er einnig ákærður fyrir skattaglæpi, fyrir að hafa ekki greitt skatta sína í fjögur ár og skilað inn fölskum skýrslum. Hann er líka ákærður fyrir að ljúga að þinginu. Hann veitti rangar upplýsingar varðandi viðskipti sín og föður síns í Úkraínu. Þessi réttarhöld gætu styrkt enn frekar möguleika Donalds Trump til að sigra í forsetakosningunum í haust.

Hræsni megin fjölmiðla

Ólíkt nýloknum réttarhöldunum gegn Trump hafa fjölmiðlar verið mjög sparsamir í umfjöllun sinni um Hunter Biden. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stóru miðlarnir reyna að þagga niður allt sem gæti haft neikvæð áhrif á Joe Biden fyrir forsetakosningarnar.

Í aðdraganda forsetakosninganna 2020 var athygli vakin á skuggalegum viðskiptum Hunter Biden, m.a. á innihaldi alræmdrar fartölvu hans. Allir miðlar sem sögðu frá þessu eins og The New York Post voru ritskoðaðir á Twitter. Eftir að Elon Musk tók við Twitter, kom í ljós, að ritskoðunin var framkvæmd í boði FBI.

Skildu eftir skilaboð