Tucker: „Úkraínu verður eytt – Ekkert annað land hefur svikið þá eins og við“

Gústaf SkúlasonErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Úkraína mun þurrkast út sem þjóð, vegna þess sem gerist þar núna. „Ekkert annað land hefur svikið þá eins og Bandaríkin“ segir blaðamaðurinn Tucker Carlson í nýjum þætti (sjá neðar á síðunni).

Hvað verður eiginlega um Úkraínu? Donald Trump yngri og Tucker Carlson fjalla um málið í nýju viðtali.

Ekkert lát er á stríðinu. Vesturlönd halda áfram að ausa inn peningum og vopnum. Fullyrt er í sænskum fjölmiðlum að „Rússland hafi ekki bolmagn til að vinna stríðið.“  Það er kannski ekki sami veruleiki og ríkir á vígvellinum. Donald Trump Jr. segir:

„Enginn hefur útskýrt hvernig sigur Úkraínu muni líta út? Ég veit ekki hvað það þýðir. Er það eilíft dráp Úkraínumanna og Rússa þar til búið er að þurrka alla út og Blackrock kemur inn og tekur yfir allt ræktað land? Er það það sem það er? Það lítur þannig út fyrir mér.“

Tucker svaraði:

„Þeir eru nú þegar að selja land í Úkraínu til erlendra fjárfesta. Þeir munu fylla Úkraínu með innflytjendum frá þriðja heiminum og Úkraína verður ekki til eftir 50 ár. Það verður engin úkraínsk þjóð. Ekkert land hefur svikið þá eins og við höfum gert.“ 

Sjá viðtalið í heild sinni á myndskeiðinu hér að neðan:

 

Skildu eftir skilaboð