Bretland: „Bóluefnið“ hugsanleg orsök umframdauða

Gústaf SkúlasonBólusetningar, COVID-19, ErlentLeave a Comment

The Telegraph greinir frá því, að Covid-bóluefni gætu hafa stuðlað að aukinni umframdánartíðni á Vesturlöndum. Hollenskir ​​vísindamenn vara við því í nýrri rannsókn (sjá að neðan). Samkvæmt rannsókninni hefur umframdánartíðni haldist há í hinum vestræna heimi þrjú ár í röð. Stjórnmálamenn verða því að „athuga vandlega undirliggjandi orsakir varðandi umframdánartíðnina.“ 

Vísindamennirnir frá Hollandi greindu gögn frá 47 vestrænum löndum og fundu yfir þrjár milljónir tilfella af umframdauða eftir 2020. Þrátt fyrir „bóluefnið“ þá hefur umframdauðinn haldið áfram.

Tölurnar eru fordæmalausar og vekja „alvarlegar áhyggjur“ að sögn vísindamannanna og skora þeir á stjórnvöld að kanna vandlega hugsanlegar skýringar, þar á meðal bóluefni gegn Covid. Vísindamennirnir benda á:

„Bæði læknar og borgarar hafa greint frá alvarlegum meiðslum og dauðsföllum eftir bólusetningar í ýmsum opinberum gagnagrunni í hinum vestræna heimi.“

Til dæmis bentu þýskir vísindamenn á, að umframdánartíðni í landinu í byrjun árs 2021 féll nákvæmlega saman við Covid-bólusetningar.

Covid-bóluefnið er talið hafa valdið meðal annars heilablóðfalli, heilablæðingum, hjarta- og æðasjúkdómum og blóðstorknun. Vísindamennirnir skrifa í BMJ Public Health:

„Umframdánartíðni hefur haldist há í hinum vestræna heimi þrjú ár í röð, þrátt fyrir innleiðingu lokunaraðgerða og bóluefna gegn Covid-19. Þetta vekur alvarlegar áhyggjur. Stjórnmálaleiðtogar og stefnumótendur þurfa að skoða vandlega undirliggjandi orsakir viðvarandi óhófs dánartíðni.“ 

Annað, eins og seinkun á greiningum og meðferðum við til dæmis krabbameini meðan á „faraldrinum“ stóð, gæti hafa stuðlað að óhóflegri dánartíðni, skrifar The Telegraph.

Skýrsluna má lesa á ensku hér að neðan:

e000282.full

 

Skildu eftir skilaboð