Euronews segir Ísland með hæsta ellilífeyri í Evrópu

Gústaf SkúlasonEfnahagsmál, ErlentLeave a Comment

Í nýjum samanburði Euronews á ellilífeyri í Evrópu lendir Ísland í efsta sæti með 2 762 evrur (414.576 íslenskar krónur) og Albanía í neðsta sæti með 131 evrur sem er yfir tuttugu sinnum lægra. Tölurnar gilda fyrir árið 2021. Innan ESB kemur Lúxemburg efst með 2 575 evrur og Búlgaría er neðst með 226 evrur á mánuði. Meðaltal ellilífeyris innan ESB eru 1 294 evrur.

Minna en helmingur verðandi ellilífeyrisþega telur sig geta lifað áhyggjulausi lífi á eldri árum og á sumum stöðum eru þeir undir 30%. Fæstir telja sig geta lifað áhyggjulausu lífi í ellinni í Lettlandi, einungis 23%. Það þýðir að um 77% hafa áhyggjur um afkomu sína á eldri dögum. Í Luxemburg telja um 61% að þeir geti lifað áhyggjulausu lífi í ellinni sem þýðir að 39% hafa áhyggjur um afkomuna á eldri árum.

#image_title

 

Skildu eftir skilaboð