Glæparapparinn C. Gambino drepinn í Gautaborg

Gústaf SkúlasonErlent, SkotárásirLeave a Comment

Þriðjudagskvöld var Grammis-verðlaunaði rapparinn C. Gambino drepinn í bílaskýli í Gautaborg. Hann tengdist glæpahóp í borginni og var haldið á lofti sem tónlistarmanni m.a. af sænska ríkisútvarpinul SR. Raunverulegt nafn mannsins er Karar Ramadan, 26 ára með bakgrunn frá Miðausturlöndum. Síðan Ramadan hóf tónlistarferilinn 2019 hefur hann hulið andlit sitt með svartri grímu.

Í lögum sínum hyllti hann lifnaðarhætti glæpamannsins og var hlustað á lög hans mörgum milljón sinnum á Spotify og YouTube. Hann hefur mörgum sinnum komist inn á tónlistartopplistann m.a. á Spotify með lögunum G63 og Automatic.

Í byrjun maí fékk glæparapparinn verðlaun fyrir „Hiphop ársins.“ Karar tók á móti verðlaununum með grímu fyrir andlitið.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð