Seðlabanki ESB ætlar að sekta banka sem eru ekki nógu „vók“

Gústaf SkúlasonEfnahagsmál, Erlent, EvrópusambandiðLeave a Comment

Seðlabanki ESB (European Central Bank, ECB)  undirbýr í fyrsta sinn að koma á „loftslagssektum“ innan sambandsins. Ástæða sektanna er hugmyndafræðilega knúin af heimsendakenningum græningja og kommúnista. ESB-þingkonan Kerstin af Jochnik segir við spænska dagblaðið Cinco Días að ástæðurnar á bak við sektirnar séu þær, að bankarnir hafi ekki gripið til „nægilegra ráðstafana til að stjórna loftslagsáhættu sinni“ og hafa þess vegna ekki náð upp settum markmiðunum.

Kerstin af Jochnik (Mynd Wikipedia).

Greint var frá því í viðskiptafjölmiðlum í fyrri viku að um fjórir evrópskir bankar uppfylltu ekki tilkynningarskyldu seðlabanka ESB vegna loftslagsáhættu og eiga því sekt yfir höfði sér. Kerstin af Jochnik segir:

„Við höfum tilkynnt nokkrum bönkum að miðað við núverandi mat okkar, þá hafi þeir ekki náð markmiðunum sem þýðir að þeir eiga á hættu að verða sektaðir.“

Jochnik nafngreinir ekki bankana. Verði bankarnir sektaðir er það í fyrsta sinn sem Seðlabanki ESB refsar fjármálastarfsemi fyrir „loftslagsbrot.“ Refsigjöldunum er ætlað að þrýsta á fyrirtæki, banka og aðrar fjármálastofnanir til að fylgja með í „grænu umskiptunum.“

Bændur, smáfyrirtæki og sífellt fleiri taka þátt í baráttunni gegn einmitt grænu umskiptunum sem vill leggja niður landbúnaðinn og refsa þeim fyrirtækjum sem játast ekki rétttrúnaðinum.

Skildu eftir skilaboð