Ástralía stofnar ríkisembætti til að breyta hegðun karla

Gústaf SkúlasonErlent, KynjamálLeave a Comment

Nýlega tilkynnti Jacinta Allan, forsætisráðherra Viktoríufylkis í Ástralíu, að hún væri að búa til nýja stöðu í ríkisstjórninni til að „breyta hegðun karla.“ Tilkynningunni var mætt með gagnrýnisstormi.

Nýja embættið er hluti af viðleitni ríkisstjórnar Allan til að „gera Viktoríu að öruggari stað fyrir konur og börn.“  Þingmaðurinn Tim Richarsson var skipaður í embættið sem á að breyta hegðun karlmanna. Hann mun einbeita sér að „áhrifum internets og samfélagsmiðla á viðhorf drengja og karla til kvenna og byggja upp virðingarsambönd kynjanna.“

Richardson mun starfa við hlið Vicki Ward, ráðherra í forvörnum gegn fjölskylduofbeldi. Richardson sagði:

„Við vitum að það er kominn tími til að bregðast við ofbeldi karla gegn konum og það byrjar hjá okkur körlum og strákum.“

Richardson virðist eldhress með hið nýja hlutverk sitt en það sama er ekki hægt að segja um almenning sem efast um nýja embættið á samfélagsmiðlum. Ein kona sagði:

„Fyrirlítur þú karlmenn svona mikið??? Hefur þú í raun og veru fylgst með hegðun kvenna líka??? Þetta fer í báðar áttir.“

Einn karlkyns notandi X lýsti þessu sem „algerum brandara“ og sakaði forsætisráðherrann um að „djöflast við karlmenn.“

Meira ofbeldi í sértækari hópum

Á útvarpsstöðinni 2GB í Sydney var hugmyndinni hafnað af þáttastjórnandanum Ben Fordham sem segir að um „eins konar sameiginlega refsingu“ sé að ræða sem ekki er notuð gegn öðrum hópum samfélagsins. Ben bendir einnig á, að konur eru í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi en karlar í öðrum hópum til dæmis í lesbískum samböndum og meðal frumbyggja.

„Svo hvað með þingritara fyrir hegðun frumbyggja? Geturðu ímyndað þér?!“

Ben Fordham bendir einnig á, að Viktóría hefur ekkert sérstakt embætti fyrir öryggi karlmanna, þrátt fyrir að karlar séu í meirihluta varðandi sjálfsvíg og dauðsföll á vinnustað.

Skildu eftir skilaboð