Rafbílar valda helmingi fleiri dauðaslysum á gangandi vegfarendur

Gústaf SkúlasonErlent, RafmagnsbílarLeave a Comment

Margir hrökkva eflaust í kút, þegar rafbíll birtist fyrirvaralaust. Það er svo sem gott, að rafbílar séu hljóðlátir en samkvæmt nýrri breskri rannsókn, þá leiðir það til ógnvekjandi slysatalna. Gangandi vegfarendur í borgum eru í mestri hættu.

Ný tækni greinir frá: Samkvæmt rannsókninni er tvisvar sinnum líklegra fyrir gangandi vegfarendur að deyja í umferðarslysum af völdum raf- eða tvinnbíla samanborið við bensín- eða dísilbíl.

Áhættan er mest í borgum en þar er þrisvar sinnum meiri hætta á að gangandi vegfarendur týni lífinu vegna rafbíla en bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Anna Vadeby hjá sænsku Umferðarstofnuninni segir í viðtali:

„Ein skýring gæti verið sú, að rafbílar séu hljóðlátari og að þeir eru fljótari að auka hraðann.” 

Meiri áhætta

Í rannsókninni skoðuðu vísindamennirnir tölur frá 96.000 slysum í Bretlandi þar sem gangandi vegfarendur létust eftir að hafa orðið fyrir bíl, á árunum 2013 – 2017.

Í heildina voru rafbílar og tvinnbílar aðeins um tvö prósent tilvika. En þegar stærð rafbílaflotans var tekin með í reikninginn, þá kom í ljós að dauðsföllin voru fimm á hverja 16 milljón kílómetra akstur með rafbílum samanborið við tæplega 2,5 dauðsföll með bensín- og dísilbílum.

Anna Vadeby er hissa á því, að það hafi verið svo miklu meiri hætta á slysum á gangandi vegfarendum með raf- og tvinnbílum. Hún spyr:

„Var fólk kannski vant við rafbíla í umferðinni þegar rannsóknin var gerð?” 

Breytt aksturshegðun

Að sögn Önnu Vadeby eru skiptar skoðanir um, hvort þeir sem aka rafbílum aki minna varlega en þeir sem eru á bensínbíl.

„Í könnun frá 2022 svöruðu 32% þeirra sem skiptu yfir í rafbíl, að þeir aki hægar og af meiri varfærni en áður. Enginn svaraði, að þeir keyrðu hraðar eða færu minna varlega.”

Í ESB er gerð krafa um ákveðinn hljóðstyrk rafbíla og tvinnbíla sem framleiddir eru eftir 1. júlí 2019, þegar ekið er undir 20 km á klst.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð