Trump í viðtali hjá Dr. Phil: Biden er stjórnað af „mjög illum öflum“ með „sjúka hugmyndafræði“

frettinErlent, Trump, ViðtalLeave a Comment

Donald Trump fv. forseti segir í nýlegu viðtali hjá Dr. Phil, að Biden sé stjórnað af „mjög illum öflum“ með „sjúka hugmyndafræði“.

Trump, sem er 77 ára, opnaði sig um málið í viðamiklu viðtali við sjónvarpssálfræðinginn á fimmtudag sem spurði hann um „myrkustu“ augnablikin sem hann hefur staðið frammi fyrir í kjölfar sögulegs refsidóms sem Trumo hlaut og fjölda annarra yfirstandandi lagalegra átaka.

„Þú verður að vera mjög sterkur til að fást við svona, ég er að berjast við mjög ill öfl og þetta eru mjög klár öfl,“ sagði Trump við Dr. Phil.

„Það er fólk sem stjórnar Biden og ég tel mig vita hverjir þeir eru að mestu leyti,“ bætti hann við.

Trump sagði einnig að „hefnd væri stundum réttlætanleg og sumir ættu það skilið“ en það tæki tíma.

„Ég held að þú hafir svo mikið að gera, þú hefur ekki tíma til að jafna þig. Þú hefur aðeins tíma til að gera rétt,“ sagði Dr. Phil og bætti við að hefndarfíkn gæti verið varasöm og líkti því við ópíóíðafíkn.

Trump svaraði þá: „Orðið hefnd er mjög sterkt orð en kannski munum við hefna með árangri.“

Trump gefur lítið fyrir sektardóminn sem hann hlaut nýlega, en hann er fyrsti fyrrverandi forsetinn til að vera dæmdur fyrir refsiverða háttsemi, en hann fullyrti að réttarhöldin hefðu verið erfið fyrir konu hans Melaniu og börnin hans.

„Það erfiðasta fyrir mig er líklega fjölskyldan mín og hversu erfitt þetta hefur reynst þeim,“ sagði Trump. þetta er mjög ósanngjarnt gagnvart fjölskyldu minni. Ég á mjög góða konu og ég á frábær börn sem ég er þakklátur fyrir.

„En þetta hefur alls auðvelt fyrir hana, satt best að segja.“

Trump hefur ítrekað reifað réttarhöldin sem „sýndarréttarhöld“ eftir að kviðdómur fann hann sekan um 34 glæpi vegna 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi lögfræðings síns, Michael Cohen, sem greiddi klámstjörnunni Stormy Daniels, eftir að hún hélt því fram að hafa átt einnar nætur gaman með Trump fyrir forsetakosningarnar 2016.

Athygli vakti að samskiptamiðillinn TikTok bannaði kynningarmyndband Dr. Phil á miðlinum vegna þess að Trump var gestur.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð