Skemmdarverk unnin á bílum lögreglunnar á Suðurnesjum

frettinInnlentLeave a Comment

Undanfarnar nætur hafa verið unnin skemmdarverk á bílum lögreglu þar sem þeim hefur verið lagt í bifreiðastæði aftan við Brekkustíg 39 á milli verkefna, þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Búið er að brjóta hliðarrúður í þremur bílum eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.

Lögreglan biður þá sem upplýsingar hafa um málið að vera í sambandi í síma 444-2000.

Miklar umræður hafa skapast um málið á síðu lögreglunnar á Facebook. Sigurjón Hafsteinsson íbúi á Suðurnesjum spyr hvort það sé ekki kominn tími á íbúafund og taka spjallið með yfirvöldum og íbúum og merkir hann Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra við spurninguna.  Sigurjón bendir á að Reykjanesbær sé á tímamótum fjölmenningar sem ekki verður aftur snúið frá. Skilaboðin séu skýr, „þetta ástand hér á Suðurnesjum kallar á fjölgun í lögreglunni og nýtt mannsæmandi húsnæði undir alla starfsemi lögreglunnar, ástandið í dag er ekki boðlegt, hvorki lögreglunni né íbúum til framdráttar,“ segir Sigurjón.

Kolbrún Jóna Pétursdóttir, lögfræðingur Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og íbúi á Suðurnesjum virðist þó koma af fjöllum, og spyr undir færslu Sigurjóns, hvað þetta komi fjölmenningu við. Íbúum finnst innlegg hennar skjóta skökku við því ítrekað hafa komið upp vandamál í Reykjanesbæ er tengjast hælisleitendum, sem hafa ógnað öryggi íbúa og barna í bænum á undanförnum árum, hér má lesa um eitt slíkt mál og annað hér.

Í gær birti Mbl.is frétt þess efnis að 72 erlendum brotamönnum hafi verið vísað af landi brott vegna ým­iss kon­ar refsilaga­brota og má lesa hér. Þá greindi Páll Winkel fangelsismálastjóri frá því nýlega að um 80% gæsluvarðhaldsfanga séu útlendingar.

Færslu lögreglunnar í heild sinni má sjá hér neðar og skjáskot af innleggi Sigurjóns.

Skildu eftir skilaboð